
Hvernig börðust víkingar? Voru sverðin þung? Gátu mestu hetjurnar hoppað hæð sína í fullum herklæðum?
Hægt verður að spyrja þá dr. William R. Short og Reyni A. Óskarsson út í þetta. Þeir ætla að ræða við gesti Þjóðminjasafnsins um rannsóknir á bardagaaðferðum víkinga laugardaginn 21. ágúst.
Í leiðsögninni munu þeir fjalla um rannsóknaraðferðirnar, sem eru að mörgu leiti óhefðbundnar, óvæntar niðurstöður og hvernig þær geta varpað nýju ljósi á safngripi sem geymdir eru á Þjóðminjasafninu.
William og Reynir eru meðlimir í Hurstwic-félaginu í Bandaríkjunum sem hefur staðið fyrir rannsóknum á bardagaaðferðum í yfir 20 ár. Í september gefur félagið út bókina Men of Terror: A comprehensive analysis of Viking Combat þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum rannsóknanna á aðferðum víkinganna.
Athugið að viðburðinn í Þjóðminjasafninu fer allur fram á ensku.
Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.
Grímuskylda er á safninu. Grímuskylda á þó ekki við um börn sem fædd eru 2006 og síðar. Hámarksfjöldi fólks í sama rými er 200. Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk taka ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar.
Viðburðurinn hefst flukkan 14:00 laugardaginn 21. ágúst.
Ítarlegri upplýsingar um viðburðinn á Facebook