Viðtal: 100 útlendingar í rathlaup á Íslandi

Börn og fullorðnir geta tekið þátt í rathlaupi. Rathlaupafélagið Hekla stendur fyrir páskaeggjarathlaupi í Nauthólsvík og Öskjuhlíð fyrir páska. MYND / Rathlaupafélagið Hekla

Börn og fullorðnir geta tekið þátt í rathlaupi. Rathlaupafélagið Hekla stendur fyrir páskaeggjarathlaupi í Nauthólsvík og Öskjuhlíð fyrir páska. MYND / Rathlaupafélagið Hekla

Hafið þið heyrt um Rathlaupafélagið Heklu eða tekið þátt í rathlaupi?

Þetta er stórskemmtilegt félag fyrir fólk sem finnst gaman að fara í ratleiki. En þarna þarf að hlaupa.

Rathlaupafélagið Hekla heldur stórt rathlaup á hverju ári. Sunnudaginn 20. mars heldur félagið páskaeggjarathlaup í Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Búast má við fjölda þátttakenda.

Lesið meira um páskarathlaupið í Nauthólsvík.

Margir útlendingar hlaupa

Við heyrðum í Gísla Erni Bragasyni hjá Rathlaupafélaginu Heklu. Hann segir félagsmenn um 50 en um 15 félagsmenn mæti á æfingar. Sumir ferðast langan veg til að taka þátt í mótum félagsins, meira að segja frá útlöndum. Íslendingar ferðast líka út í heim til að taka þátt í rathlaupum.

Gísli segir útlendinga hafa mikinn áhuga á rathlaupum á Íslandi. MYND / Rathlaupafélagið Hekla

Gísli segir útlendinga hafa mikinn áhuga á rathlaupum á Íslandi. MYND / Rathlaupafélagið Hekla

„Það er líka þónokkuð um að útlendingar sem búa á Íslandi sæki æfingar hér,“ segir Gísli Örn.

Rathlaupafélagið Hekla heldur nokkur smærri mót á hverju ári en eitt stórt mót. Á það mæta um 100 erlendir gesti.

Ræturnar í ratleikjum skáta

Rathlaupafélagið Hekla var stofnað í desember árið 2009. Gísli Örn segir tilurð félagsins mega rekja til tveggja áhugasamra manna sem höfðu reynslu af skipulagningu ratleikja í skátastarfi. Þeir kynntust íþrótti á skátamótum erlendis og hófu í kjölfarið að kynna sér íþróttina betur.

Sumarið 2009 kom til Íslands um 100 manna hópu frá Noregi til að stunda hér rathlaup. Hópurinn teiknaði nokkur kort af útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu. Það var nægilega góður grunnur svo mögulegt var að bjóða upp á rathlaup hér á landi. Í kjölfarið buðu erlendir reynsluboltar fram aðstoð sína og studdu þeir við starfið fyrstu árin.

Hvað er þetta rathlaup?

Í rathlaupi er ekki aðeins mikilvægt að vera góður í að hlaupa held þarf líka að geta lesið af kortum. MYND / Rathlaupafélagið Hekla

Í rathlaupi er ekki aðeins mikilvægt að vera góður í að hlaupa held þarf líka að geta lesið af kortum. MYND / Rathlaupafélagið Hekla

Á flottri vefsíðu Rathlaupafélagsins Heklu segir að þetta er hlaupaíþrótt sem stunduð er á opnum svæðum bæði innan borgarmarka og utan. Íþróttin er þess vegna lík víðavangshlaupi.

Á vefsíðunni er líka að finna heilmiklar upplýsingar um rathlaup og hvernig á að byrja að taka þátt í rathlaupi.

Þátttakendur fá kort (oftast sérstakt rathlaupskort) af hlaupasvæðinu og þurfa að styðjast við það til að fara á milli stöðva sem merktar eru á kortið.

Hefðbundið rathlaup gerir ráð fyrir því að farið sé á milli stöðva í rathlaupi í fyrirfram ákveðinni röð.

Rathlaupið gerir miklar kröfur til hlaupara enda þarf hann að einbeita sér að því að rata rétta leið um leið og hann fer eins hratt og hægt er yfir svæði sem getur verið honum algjörlega ókunnugt. Það er af þessum sökum sem Bretar kalla rathlaup „hlaup hins hugsandi manns“.

Keppendur geta tekið þátt á ólíkum forsendum enda ekki nóg að vera fljótur að hlaupa heldur þarf að æfa rötun og kortalestur jafnóðum og þrek, úthald og tækni er æfð.

Rathlaup er fyrir alla og gjarnan stundað sem fjölskylduíþrótt. Stærri mót og keppnir bjóða keppendum að taka þátt í mörgum flokkum eftir aldri, kyni, áhuga og getu hvers og eins.

Svona er hlaupið

Í rathlaupi reynir á úthald og kunnátta við að lesa úr kortum. Allir aldurshópar geta tekið þátt í rathlaupum. MYND / Rathlaupafélagið Hekla.

Í rathlaupi þarf góða skó og úthald. Einu leyfilegu hjálpartækin eru áttaviti. Sumir nota sérstök gleraugu eða skyggni til að sjá betur á kortin. MYND / Rathlaupafélagið Hekla.

Rásmarkið er opið í ákveðinn tíma (oft eina og hálfa klukkustund). Þegar keppendur koma skrá þeir komu sína hjá stjórnanda hlaupsins. Þar fá þeir skorkort sem þeir merkja með nafni sínu. Þeir fá svo rástíma en oftast er ræst með um tveggja mínútna millibili.

Hvað þarf að koma með?

Engan sérstakan búnað þarf til að stunda rathlaup en gott er að vera í góðum hlaupaskóm og léttum fötum til að hlaupa í.

Ekki þarf heldur sérstaka kunnáttu. Hægt er að læra allt sem þarf með því einu að taka þátt í hlaupi.

Einu leyfðu hjálpartækin eru áttaviti auk þess sem sumir hlaupa með sérstök gleraugu eða skyggni til að auðvelda sér lestur kortsins.

Ekki er leyfilegt að nota GPS tæki enda væri gagnið af slíku takmarkað.

Allir hjálpa í Heklu

Á vefsíðu Rathlaupafélagsins Heklu segir að ef þið eruð að mæta í fyrsta skipti í rathlaupa (eða jafnvel annað og þriðja) þá eru félagar Heklu alltaf tilbúnir að útskýra íþróttina og hjálpa ykkur að komast af stað.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd