Viðtal: Áslaug vill að börn kynnist tæknidóti

Dóttir Áslaugar, Sesselja Fanney Kristjánsdóttir sem er 8 ára, sýnir hér stolt uppfinningu gerða úr tæknidótinu Little Bits sem er hægt að kaupa á netinu.

Dóttir Áslaugar Eiríksdóttur, Sesselja Fanney Kristjánsdóttir sem er 8 ára, sýnir hér stolt uppfinningu gerða úr tæknidótinu Little Bits sem er hægt að kaupa á netinu. UTmessan er staðurinn á laugardag fyrir foreldra sem vilja fræðast um tæknifikt með börnum. 

„Við látum börnin okkar fá spjaldtölvur og þar leika þau sér í öppum. Þau eru miklir neytendur. Við viljum gera börnin að meiri gerendum og þátttakendum í tölvutækninni og sýna þeim hvernig hún virkar. Við ætlum semsagt að svipta hulunni af töfrum tækninnar,“ segir Áslaug Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá þekkingar- og hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo.

Áslaug verður ásamt Skúla Arnlaugssyni frá Azazo með örstuttan fyrirlestur fyrir alla fjölskylduna um tækni á UTmessunni í Hörpu á laugardag. UTmessan er heljarinnar ráðstefna fyrir fag- og áhugafólk um tækni og tækninýjungar. Opið hús er á laugardaginn og frítt inn á fjölda viðburða, m.a. marga fyrirlestra fyrir fjölskylduna.

Fyrirlesturinn hentar börnum á öllum aldri, allt frá fjögurra og upp úr.

Við hvað mun barnið vinna?

Áslaug segir mikilvægt að opna dyr tækninnar fyrir börnum.

Áslaug segir mikilvægt að opna dyr tækninnar fyrir börnum.

Áslaug segir tæknibransann breytast hratt. Enginn geti vitað hvaða störf krakkar í dag muni vinna við eftir 10, 15 eða 20 ár. Með því að opna heim tækninnar fyrir börnum eflist geta þeirra á tæknisviðinu og sjálfstraustið í leiðinni.

Áslaug og Skúli eiga samtals fjögur börn á aldrinum 6 – 11 og á fyrirlestrinum munu þau gefa dæmi um tilraunir sem þau hafa gert með sínum börnum. Pælingin er að foreldrar fái hugmyndir að tæknifikti með börnum sínum, fræðandi fyrir alla aldurshópa.

Nota dótið heima

Ágústa Birna Kristjándsóttir, dóttir 6 ára og Fanndís Eva Gísladóttir 4 ára fikta saman í lyklaborði tölvu.

Ágústa Birna Kristjándsóttir, dóttir 6 ára og Fanndís Eva Gísladóttir 4 ára fikta saman í lyklaborði tölvu. Eins og sést á myndinni vantar nokkra stafi á lyklaborðið.

„Hugmyndin okkar er að fólk geti fundið dót heima hjá sér til að nota þegar það kemur heim uppfullt af hugmyndum eftir að hafa verið allan daginn á UTmessunni,“ segir Áslaug og nefnir sem dæmi sjónvarpsfjarstýringar og lyklaborðið á heimilistölvunni.

Áslaug mælir með því að foreldrar drífi sig á UTmessuna og sjái erindið sem verður örstutt en fræðandi, og vonast til að fólk komi út með þor og hugmyndir til að fara að fikta sem mest.

Fyrirlestur þeirra Áslaugar og Skúla er í Kaldalóni á 1. hæð Hörpu og hefst hann klukkan 12:00. Fyrirlestrinum lýkur 12:10 og því mikilvægt að slóra ekki heldur mæta á réttum tíma.

AR2O3465

Gestum UTmessunnar á öllum aldri gefst tækifæri til að kynnast hvernig smíði á kappakstursbíl.

UTmessan: Fleira í boði

  • Fylgjast með hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema
  • Skema er með Minecraft vinnusmiðju þar sem hús Advania verður byggt í leiknum. Líka verður hægt að spila Minecraft með aðstoð Makey Makey örtölvu
  • Kynning á forritunarumhverfum sem notuð eru á námskeiðum Skema eins og Alice, Kodu Game Lab, Unity 3D og GameSalad
  • Tæta í sundur tölvur og setja saman með sys/trum, félagi kvenna í tölvunarfræðideild HR og Promennt
  • 5 góð ráð fyrir öruggari notkun á tölvupósti og interneti

Ítarleg dagskrá UTmessunnar

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd