Vetrarheimsókn í Heiðmörk

Heiðmörk að vetri

Skógurinn í Heiðmörk skartar sínu fegursta á veturna þegar snjór liggur yfir og sólin er lágt á lofti.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu búa við þau lífsgæði að hafa Heiðmörk í næsta nágrenni og geta skroppið þangað og notið útivistar. Rétt við bæjardyrnar skartar náttúran sínu fegursta og hún tekur á sig mismunandi myndir eftir árstímum.

Sumir leita þangað á vorin þegar gróðurinn er að vakna til lífsins og fyrstu farfuglarnir eru að gera sig heimakomna. Margir koma þar á sumrin þegar allt er í blóma, fuglasöngurinn ómar kanínur skjótast um og njóta e.t.v. nýfengins frelsis. Einnig koma margir þangað á haustin til að berja hauslitina augum og geta jafnvel komist í ber, fjallagrös og villisveppi.

Uppáhalds árstími sumra í Heiðmörk er þó veturinn, sérstaklega þegar allt er á kafi í snjó. Gaman er að klofa snjóinn og arka eftir göngustígunum þó það geti líka verið svolítið erfitt og lýjandi. En þá er líka um að gera að stoppa reglulega og virða fyrir sér náttúruna og njóta fríska loftsins. Tilvalið er að taka með sér nesti, t.d. smurðar samlokur og heitt kakó í brúsa, og setjast niður með það á huggulegum stað og njóta.

Búa náttúruvættir í Heiðmörk?

Þegar snjór er yfir og greinar trjánna svigna undan þunganum skartar skógurinn sínu fegursta. Þá er sólin líka yfirleitt frekar lágt á lofti þannig að birtan getur orðið falleg og jafnvel svolítið ævintýraleg og dularfull þegar sólargeislarnir smjúga inn á milli greinanna.

Annað sem snjórinn býður uppá er að þá er hægt að rekast á ýmis torkennileg spor eftir menn og dýr og jafnvel eitthvað annað. Spennandi getur verið að fylgja þessum slóðum, reyna átta sig á því upprunanaum og hvert þau liggja. Kenningar hafa verið settar fram um að þar hafi jólakötturinn verið á sveimi og aðrar furðuskepnur en það er ósannað enn.

Og eitt enn: Takið endilega með ykkur snjóþotu eða sleða í Heiðmörk ef snjór er yfir því auðvelt er að finna sér góða brekkur til að taka nokkrar salíbunur.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd