Vetrarfrí í grunnskólum eru svolítið eins og starfsdagarnir. Fríið getur valdið foreldrunum hausverk. Fríið kemur sumum foreldrum alltaf jafn mikið á óvart en raskar vinnu annarra.
Hvað vitið þið um vetrarfrí?
Vetrarfrí í grunnskólum var gefið í fyrsta sinn árið 2002 og stendur það í tvo daga. Ýmist er það fimmtudaga og föstudaga eða mánudag og þriðjudag og lengir því helgi skólabarna sem því nemur.
Vandræði í vetrarfríi
Vetrarfríið setti foreldra í bobba fyrstu árin. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við Fréttatímann árið 2015, að frá upphafi hafi samtökunum borgir margar kvartanir frá foreldrum sem komust ekki frá vinnu. Fólk setti sig í samband við Samtök atvinnulífsins fyrsta kastið. En síðan fjaraði það út og aðlagaði vinnumarkaðurinn sig að vetrarfríinu.
„Það má segja það að einhverju leyti hafi orlofið færst yfir á vetrartímann. Fólk er líklega farið að skipuleggja sig betur og margir fara í skíðaferðir sem hlýtur að vera merki um aðlögun,“ sagði hann í viðtali við blaðið.
Niðurstöður könnunar sem Reykjavíkurborg gerði árið 2012 um afstöðu foreldra til vetrarfrísins benda til að meirihluti þeirra sé ánægður með vetrarfrí í skólum. Í könnuninni sögðust 48% ánægðir með vetrarfrí en 31% óánægðir. Stór hluti þátttakenda tók var hvorki ánægður né óánægður eða 21%.
Hvað á að gera?
Vetrarfríinu er ætlar að fjölga samverustundum fjölskyldunnar svo börn og fullorðnir geti gert eitthvað skemmtilegt saman. Sumir foreldrar hafa löngu áður en vetrarfrí skellur á pantað sumarhús hjá stéttarfélagi sínu eða farið með fjölskylduna í ferðalag út í buskann. Aðrar fjölskyldur eru heima og leita þá að einhverju skemmtilegu að gera.
Söfnin á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi komið til móts við þær fjölskyldur sem vilja gera eitthvað saman í borginni. Þau hafa meðal annars boðið upp á ókeypis aðgang að söfnunum og sum hafa sett saman dagskrá fyrir börnin.
Við hjá Úllendúllen höfum tekið saman lista yfir það sem í boðið er upp á fyrir ykkur sem kjósið að vera á höfuðborgarsvæðinu. Ef þið fáið gesti í vetrarfríinu er tilvalið að nýta tækifærið og kíkja á safn.
Þið finnið líka miklu meira að gera í viðburðadagatali Úllendúllen.
Góða skemmtun í vetrarfríinu!
Fimmtudagur
Reykjavík:
- Sjóminjasafnið: Teiknismiðja og leit að gersemum með sjóræningjakorti.
- Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Myndaþraut fyrir fjölskylduna
- Árbæjarsafn: Skemmtilegar sýningar og útiratleikur
- Landnámssýning í Aðalstræti: Rúnaratleikur og litaskemmtun fyrir fjölskylduna.
- Hafnarhús: Fjölskylduleiðsögn og Biophilia-vinnustofur
Borgarbókasafn
Norræna húsið
Kópavogur:
- Bókasafn Kópavogs: Bíó og ratleikur
- Gerðarsafn: Ljósmyndanámskeið 12 ára +
- Fuglasýning í Náttúrufræðistofu
Föstudagur
Reykjavík:
- Sjóminjasafnið: Teiknismiðja og leit að gersemum með sjóræningjakorti.
- Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Myndaþraut fyrir fjölskylduna
- Árbæjarsafn: Skemmtilegar sýningar og útiratleikur
- Landnámssýning í Aðalstræti: Rúnaratleikur og litaskemmtun fyrir fjölskylduna.
- Hafnarhús: Fjölskylduleiðsögn um sýningu Moniku Grzymala, vinnustofur fyrir fjölskylduna
- Ásmundarsafn: Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Geimþrá og fræðsla um himingeiminn
- Kjarvalsstaðir: Örnámskeið fyrir alla fjölskylduna
Norræna húsið
Kópavogur:
- Bókasafn Kópavogs: Bíó og spilavinir kíkja í heimsókn
- Gerðarsafn: Ljósmyndanámskeið 12 ára +
- Fuglasýning í Náttúrufræðistofu