Vetrarfrí er nú í grunnskólum borgarinnar. Á haustin er vetrarfríið í október og stendur það nú yfir frá fimmtudeginum 20. til mánudagsins 24. október.
Það er misjafnt hvernig fólk upplifir vetrarfríið. Sumar fjölskyldur skipuleggja sig langt fram í tímann og eru búin að finna upp á einhverju skemmtilegu að gera, panta sumarbústað, fara til útlanda eða eitthvað annað. Vetrarfríið kemur öðrum á óvart á hverju ári og er engu líkara en að þau telji vetrarfríið mesta helsi.
Hvað sem því líður er vetrarfríið hugsað til að bæta og efla samveru foreldra og barna. Bókasöfn, sundlaugar og ýmsar menningarstofnanir leggjast á árarnar og bjóða upp á alls konar skemmtun fyrir fjölskylduna í vetrarfríinu. Það er því nóg hægt að gera í vetrarfríinu og því ætti engum í fjölskyldunni að leiðast. Bókasöfnin í borginni eru með alls konar smiðjur og uppákomur, listasöfn bjóða upp á ókeypis listsýningar fyrir fullorðna í fylgd með börnum og svo má lengi telja.
En hvað er í boði í vetrarfríinu í október 2016?
Við erum auðvitað búin að taka saman lista yfir allt það sem í boði er yfir helgina og fram á mánudag. Í viðburðadagatali Úllendúllen er líka hægt að finna alla viðburðina enda er þar búið að raða þeim niður eftir dögum.
Vetrarfrí 2016 – viðburðalistinn
Föstudagur 21. október
- Landnámssýning við Aðalstræti: Ókeypis í vetrarfríinu
- Árbæjarsafn: Ókeypis í vetrarfríinu
- Listasafn Reykjavíkur: Ókeypis leiðsögn um sýningu Yoko Ono
- Bókasafn Hafnarfjarðar: Pokémon-ratleikur og bíó
- Breiðholt: Fjör í vetrarfríinu í frístundamiðstöð
Laugardagur 22. október
- Landnámssýning við Aðalstræti: Ókeypis í vetrarfríinu
- Árbæjarsafn: Ókeypis í vetrarfríinu
- Bókasafn Garðabæjar: Hrekkjavökusmiðja
- Ferðafélag barnanna: Leiðangur í Krýsuvík
- Salurinn í Kópavogi: Tónleikar Dúó Stemma
- Borgarbókasafn Sólheimum: Töframaður stýrir töfraskóla
- Borgarbókasafn Spönginni: Skemmtileg skákkennsla
- Púslmarkaður hjá Spilavinum
- Borgarbókasafn Grófinni: Kennsla í klippimyndagerð
Sunnudagur 23. október
- Landnámssýning við Aðalstræti: Ókeypis í vetrarfríinu
- Árbæjarsafn: Ókeypis í vetrarfríinu
- Borgarbókasafn Grófinni: Börnin lesa fyrir hunda
- Eva gefur út bók og efnir til veislu
Mánudagur 24. október
- Landnámssýning við Aðalstræti: Ókeypis í vetrarfríinu
- Árbæjarsafn: Ókeypis í vetrarfríinu
- Listasafn Reykjavíkur: Börnin bjóða fullorðnum
- Borgarbókasafn Kringlunni: Bingó og brandarar
- Sjóminjasafn Reykjavíkur: Biophilia fjölskyldusmiðja
- Bókasafnið í Árbæ: Spilavinir kíkja í heimsókn með spil
- Bókasafnið Gerðubergi: Vísindasmiðjan kemur í heimsókn
- Breiðholt: Fjör í frístundamiðstöðinni Miðbergi
Pingback: Vetrarfrí: Hvað er í boði fyrir fjölskylduna? – Betri fréttir