Vetrarfrí er í mörgum skólum frá föstudeginum 23. október og fram yfir þriðjudaginn 27 október. Vetrarfrí getur verið svolítill hausverkur fyrir foreldra. Eruð þið í algjöru klandri með að finna eitthvað skemmtilegt að gera?
Engar áhyggjur
Margir leggja hönd á plóg svo allir hafi eitthvað að gera í vetrarfríinu.
Listasafn Reykjavíkur býður fullorðnum ókeypis á söfnin í borginni ef þau eru í fylgd barna og fjöldi viðburða er í boði í Borgarbóksafni um helgina. Svo er líka mikið um að vera í hverfum borgarinnar á mánudag og þriðjudag.
Viðburðirnir í vetrarfríinu eru flokkaðir á Úllendúllen eftir dögum í viðburðadagatalinu.
Hvað ætli sé hægt að gera í dag?
Smelltu á dag og skoðaðu hvað þið getið gert í dag
Vetrarfrí er tíminn til að njóta samverunnar með börnunum. Góða skemmtun!