Nú er vetrarfrí skollið á í grunnskólum Reykjavíkur enn eina ferðina. Alltaf kemur það sumum á óvart, jafnvel þótt fríið sé skýrt tekið fram í skóladagatölum skólanna á hverju einasta ári.
En hvað á að gera í vetrarfríinu og um helgina? Fríin eru mislöng eftir sveitarfélögum. Í Reykjavík og Akureyri hófst vetrarfríið á Öskudag á miðvikudaginn með léttum skóla og það ekki allan daginn.
Helstu söfn borgarinnar og norðan heiða hafa boðið upp á viðburði fyrir börn og fjölskyldur þeirra í vetrarfríinu. Við erum reyndar dulítið sein að segja frá því sem boðið er upp á vetrarfríinu í vikunni. En helgin er stútfull af skemmtilegum viðburðum.
Nokkrir viðburðir um helgina
- Borgarsögusafn (Árbæjarsafn, Landnámssýningin, og Ljósmyndasafn Reykjavíkur) er með fjölbreytta dagskrá alla helgina fyrir fólk í fríi. Aðgangur er ókeypis fyrir börn og fullorðna í fylgd þeirra Skoða viðburði á Árbæjarsafni
- Á Kjarvalsstöðum eru ritsmiðjur fyrir 8-12 ára börn allt vetrarfríið. Markús Már Efraím stýrir smiðjunum. Mörg mörg hafa lært listina að skrifa góða sögu hjá Markúsi en hann gaf út smásagnasafnið Eitthvað illt á leiðinni er fyrir nokkrum árum. Sögurnar í bókinni eru eftir börn sem lærðu að skrifa sögur hjá Markúsi.Uppbókað hefur verið í ritsmiðjurnar í vikunni. En að er aldrei að vita nema einhver pláss séu enn laus um helgina.Skoða viðburðinn betur
- Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er sérfræðingur landsins í glæpum og göldrum. Hún verður með leiðsögn í Þjóðminjasafni sunnudaginn 18. febrúar – skoða viðburð
- Teiknismiðja fyrir alla fjölskylduna í Gerðarsafni laugardaginn 17. febrúar – skoða viðburð
- Fjölskyldurleiðsögn um Safnahúsið við Hverfisgötu – skoða viðburð
Miklu fleiri viðburði er að finna í viðburðadagatali ullendullen.is