Hefur vetrarfrí eitthvað verið að flækjast fyrir ykkur? Þið eruð ekki ein. Hvað ætlið þið að gera með börnunum, afabörnunum, ömmubörnunum…. litlu frændunum og frænkunum?
Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur.
Við erum nefnilega búin að taka saman það helsta sem hægt er að dunda sér við um helgina og fram á þriðjudag. Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi. Heildarlistinn er langur og við erum enn að fylla hann út í viðburðadagatalið.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er með bestu pöbbum í heimi. Hann var svo æðislegur að birta í vikulegu fréttabréfi borgarstjóra lista yfir allt það sem hægt er að gera í vetrarfríinu í Reykjavík í fréttabréfinu sínu. Listi borgarstjóra er auðvitað líka hér.
Þetta höfum við fundið til:
Laugardagur – 18. febrúar
Námskeið í japönskum teiknimyndum
Flugdrekasmiðja fyrir fjölskylduna
Búningasmiðja fyrir fjölskylduna
Lærið að búa til japönsk pappírsljós
Námskeið í japönskum táknum og origami
Curver stýrir hljóðklippismiðju fyrir fjölskylduna
Sunnudagur – 19. febrúar
Ævintýraleg fjölskyldustund í Safnahúsinu sem kostar ekki krónu
Curver stýrir hljóðklippismiðju fyrir fjölskylduna
Höldum umhverfinu hreinu – hreinsum ströndina við Seltjarnarnes
Mánudagur – 20. febrúar
Æðislegir legókubbar í Spönginni
Leitin að Dóru í Bókasafninu í Kópavogi
Bingó og brandarar í Sólheimum
Ritsmiðja fyrir skapandi börn í Kópavogi
Námskeið í ljóðagerð fyrir 13-15 ára
Tækninámskeið í tónlist og forritun
Þriðjudagur – 21. febrúar
Frábær barnasýning í Norræna húsinu
Ásta Fanney stýrir námskeiði í ljóðagerð
Sögubíllinn Æringi á torginu við Gerðuberg
Bingó og brandarar í Kringlusafni
Spilavinir bjóða í spil í Lindasafni í Kópavogi