Vetrarfrí 2017: Ásta Fanney stýrir námskeiði í ljóðagerð í Gerðarsafni

Hvað er hægt að gera í vetrarfríinu dagana 20. – 21. febrúar 2017?

Ef þið eruð í Kópavogi þá er upplagt að skoða námskeið í ljóðagerð í Gerðarsafni.

Ásta Fanney Sigurðardóttir, skáld og myndlistarmaður, leiðir námskeiðið, sem er fyrir 13-15 ára ungmenni dagana 20.-21. febrúar á milli klukkan 14:00 – 16:00. Námskeiðið fer fram í beinu samtali við sýninguna NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA í Gerðarsafni í Kópavogi.

Sýningin fjallar um hversdagsleikann og hið óvenjulega venjulega þar sem listaverkin taka meðal annars á sig form húsgagna, skópars og viskustykkis.

Listasýningar og söfn eru frábær upplifun fyrir börn enda gefur það ímyndunarafli þeirra og sköpun lausan tauminn.

Ásta Fanney Sigurðardóttir hefur unnið ljóðabækur, videóljóðasýningar, tónlistartengda ljóðaupplestra, sviðsljóðlist og gjörninga. Ásta Fanney hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Silkileið nr. 17 fyrr á þessu ári.

 

Mikilvægt að skrá sig

Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning á námskeiðið fer fram á póstfangið menningarhusin@kopavogur.is og er tekið við skráningum til 18. febrúar.

Námskeiðið er í boði Menningarhúsanna í Kópavogi.

Þið finnið miklu meira að gera í vetrarfríinu 2017 í viðburðadagatali Úllendúllen.

Endilega skráið ykkur fyrir fréttabréfi Úllendúllen. Það mun nú koma út vikulega. Þá missir enginn af neinu. Þið getið skráð ykkur á  Úllendúllen eða sent okkur skeyti á Facebook.

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd