Vetrarfríið 2018: Fjölskyldan getur svamlað um í barnabókaflóðinu og séð dýr sem enginn sér

Barnabókaflóðið er skemmtilegt uppátæki í Norræna húsinu og fyrir alla fjölskylduna. Þetta er gagnvirk sýning fyrir börn frá 5-11 ára aldrei og foreldra og forráðamenn þeirra.

Á sama tíma fer fram sýning um dýrin sem enginn hefur séð annar en við.

Þess vegna er alveg upplagt að fara í Norræna húsið í vetrarfríinu.

Sýningarnar er opin alla virka daga á milli klukkan 14-18 og um helgar á milli klukkan 10-17.

Ekkert kostar inn á Barnabókaflóðið – hvað þá í Norræna húsið. En hvað er þetta barnabókaflóð og af hverju Norræna húsið? Barnabókaflóðið er sýning fyrir börn sem byggir á virkri þátttöku gesta. Börnin – nú eða fullorðnir – geta búið sér til vegabréf sem þeir stimpla í á hverjum viðkomustað á sýningunni.

Ímyndunaraflið fær meira að segja lausan tauminn á sýningunni. Börnin fá að taka þátt í að skapa stórborgarpúsl, raða landanöfnum á heimskortið, skoða kort af raunverulegum og ímynduðum stöðum úr barnabókum og hnoðast á risahnetti.

Í listasmiðjunni „Hetjur eru allskonar“ er persónusköpun barnabóka í forgrunni. Þar skapa börn sínar eigin sögupersónur og geta mátað sig í mismunandi hlutverkum með grímugerð. Ævintýraþyrstir bókaormar geta síðan skriðið inn í bókafjall. Í fjallinu leynist skáldamjöðurinn og þar fá börn að leika sér með orð og semja eigin ljóð. Þar er líka spennandi bókakrókur til yndislesturs.

Þetta er Barnabókaflóðið í hnotskurn:

 • Búningaleik
 • Vegabréfagerð
 • Stórborgarpúsli
 • Sögupersónugerð
 • Ljóðagerð
 • Upplestri
 • Flöskuskeyti
 • Sögugerð
 • Spurningakeppni
 • Slökun
 • Leik, sköpun, fróðleik og upplifun

Meira um Barnabókaflóðið

Dýrin sem enginn hefur séð

Sýningin „Dýr sem enginn hefur séð annar en við“ er byggð á barnabók með sama nafni eftir Ulf Stark (SE) og myndskreytt af Lindu Bondestam (FI). Bókin hlaut Snjóboltann svokallaða í Svíþjóð árið 2016 sem besta myndabók ársins og árið 2017 hlaut hún barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Á sýningunni má sjá upphaflegar myndir Lindu Bondestam. Stór jafnt sem minni málverk sem saman mynda ævintýralegan undraheim sem ekkert okkar hefur áður séð.

Meira um Dýr sem enginn hefur séð nema við

Barnahellir í kjallaranum

Hafið þið komið í Norræna húsið? Það er stórskemmtilegur staður. Í kjallaranum er barnahellir. Þar hafa verið haldnar flottar sýningar fyrir börn.

Norræna húsið opnaði árið 1968. Þetta er stofnun sem á að stuðla að samvinnu og efla tengsl Íslands og hinna Norðurlandanna. Finnski arkitektinn Alvar Aalto hannaði húsið, sem er svolítið öðruvísi en passar vel inn í Vatnsmýrina.

Hvenær er opið?

margrét 1 copy

Norræna húsið er opið alla daga vikunnar og um og almennt enginn aðgangseyrir að neinum viðburðum sem Norræna húsið sjálft stendur fyrir. Á virkum dögum er opið frá klukkan 9-17 en um helgar frá 12 til 17. Bókasafnið opnar svo klukkan 11 á virkum dögum en 12 um helgar.

Fram að þessu hefur Norræna húsið skipulagt og haft frumkvæði af margvíslegum menningarviðburðum og sýningum.

Hér er vefsíða Norræna hússins

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd