Góðar vefsíður sem nýtast í heimanámi barnanna

Þetta samkomubann er nú meira brasið. Allir viðburðir felldir niður út um allar trissur, fjöldatakmarkanir útum allt og skólastarfið víða í lamasessi.

En menntavegurinn þarf nú ekki að fara í hund og kött þótt hefðbundið skólastarf hafi riðlast. Skólastjórnendur og kennarar eru duglegir að miðla upplýsingum um ýmsar góðar og tæknilegar leiðir til að fræðast og mennta sig innan veggja heimilisins.

Hér eru nokkrar gagnlegar vefsíður sem allir þurfa að vita af, bæði börn og fullorðnir:

Krakkavefur Menntamálastofnunar: https://mms.is/krakkavefir

Þarna er hægt að finna rafbækur, stærðfræðiþrautir og ýmislegt fleira. Það sem mestu skiptir er að vefnum er skipt upp í Krakkavef og Unglingavef.

Þau sem vilja hlusta á Disney-sögur geta gert það í boði Eddu útgáfu: https://www.mbl.is/edda/disney-klubbur/

Á vefsíðunni Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru svo ýmis verkefni sem hægt er að prenta út: https://fjolbreyttkennsla.is/

Nú er bara um að gera að nýta sér allt það sem tölvutæknin býður upp á og fræðast á nútímalegan hátt.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd