Veðurbarið víkingaþorp á fjöllum

_MG_5434

Finnst ykkur gaman að fara í ferðalag á fjöll. Í Austur-Skaftafellssýslu getið þið skoðað svolítið sem við fyrstu sýn virðist vera ævintýralegt víkingaþorp frá landnámi.

Í Höfðabrekkuafrétti í nágrenni Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands eru rústir af húsum sem sumir gætu talið víkingaþorp enda veggir og þak húsanna úr veðurbörðum viðardrumbum.

Raunin er hins vegar sú að rústirnar eru mun yngri en ætla má við fyrstu sýn.

Forynjur á fjöllum

Rústir víkingaþorpsins er leikmynd sem reist var fyrir ævintýramyndina Bjólfskviðu. Myndin var tekin upp á svæðinu síðla árs 2004 í leikstjórn Sturla Gunnarssonar og frumsýnd ári síðar. Nokkrir heimsþekktir erlendir stórleikarar komu að gerð myndarinnar. Þar á meðal þeir Stellan Skarsgård og Gerard Butler

Bjólfskviða er ævintýri um víkinga, tröll og forynjur og er sögusvið Danmörk en ekki Höfðabrekkuafrétt í kringum árið 800.

Í tengslum við upptökur myndarinnar var víkingaþorpið reist í Austur-Skaftafellssýslu og láta það veðrast.

Fært venjulegum bílum

Hægt er að komast að víkingaþorpinu á venjulegum fólksbílum. Beygt er út af þjóðveginum við Höfðabrekku sem er 5 km austan við Vík. Ekið er sem leið liggur inn á heiðar, eftir vegi sem var þjóðvegur nr. 1 til 1955. Ef ekið er áfram eftir veginum endið þið í hinu ægifagra Þakgili. En það er önnur saga.

Ferðalangar í ævintýragírnum geta stoppað og skoðað þetta víkingaþorp. Það er tilvalin hugmynd enda gaman að ganga inn í ævintýraheim.

Áður en þið leggið í hann er gott að skoða veðurspánna og taka hlý föt með til vonar og vara ásamt góðu nesti svo engum verði kalt og enginn svangur uppi á fjöllum.

IMG_5416

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd