Fjársjóðir faldir á útimarkaði Íbúasamtaka Laugardals

Ánægjuleg viðskipti á útimarkaði sem haldinn var á Laugarásvegi árið 2010. MYND / ÍL

Gramsað á útimarkaði Íbúasamtakanna. MYND / ÍL

Árlegur útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals (Voga-, Langholts- og Laugarneshverfi) verður haldinn laugardaginn 27. ágúst á milli klukkan 11:00-16:00. Markaðurinn er frábær vettvangur fyrir foreldra og börn enda margt skemmtilegt hægt að finna þar og leika með.

Á markaðnum verður hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar: Föt og fínerí, geisladiska, grænmeti, leikföng, listmuni, húsgögn, handverk, heimagerðar sultur, bækur og nýtínd ber.

Markaður Íbúasamtaka Laugardals hefur flakkað dálítið um hverfið í gegnum árin. Hann hefur verið haldinn á hverju ári helgina eftir Menningarnótt í Reykjavík og helgina eftir fyrstu vikuna í grunnskólum í meira en tíu ár. Í fyrra var hann á bílastæðinu við Laugardalshöll. Í fyrsta skiptið var hann haldinn á planinu við MS og má því segja að hann verði kominn heim laugardaginn 27. ágúst.

Reikna má með heilmiklu húllumhæi en í fyrra stigu á stokk tónlistarmenn og hljómsveitir allan tímann sem markaðurinn stóð yfir.

 

Fjársjóður finnst á markaði

Hefð er fyrir því að hæfileikafólk á öllum aldri úr Voga-, Langholts- og Laugarneshverfi troði upp og skemmti sér og öðrum við leik og söng á útimarkaðnum. MYND / ÍL

Hefð er fyrir því að hæfileikafólk á öllum aldri úr Voga-, Langholts- og Laugarneshverfi troði upp og skemmti sér og öðrum við leik og söng á útimarkaðnum. MYND / ÍL

Hildur Arna Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda útimarkaðarins, ræddi um hann við Úllendúllen í fyrra.  Þar mælti hún með því að fólk hafi reiðufé í veskinu þegar það mæti á markaðinn. Hún segir markaðinn hjá MS verða með svipuðu sniði og í fyrra.

Lesið hér viðtalið við Hildi.

Hildur Arna sagði líka að á markaðnum hafi fundið fólk ótrúlegustu hluti:

„Ég þekki konu sem gat orðið hvergi fengið neitt í bollastell sem hún safnar. Þegar hún kom á útimarkaðinn okkar fann hún tvo hluti í stellið sem voru fyrir löngu orðnir ófáanlegir,“ sagði Hildur Arna.

Það er semsagt hægt að finna ýmislegt kræsilegt á markaði Íbúasamtakanna. En leita þarf vel, hafa augun opin og gramsa vandlega því sölubásarnir geta verið vel næstum því 200 talsins og gestirnir mörg þúsund.

Munið eftir laugardeginum 27. ágúst. Það er aldrei að vita nema þið finnið bollann í stellið eða He-Man karlinn sem þið hafið leitað að í gegnum árin.

Þið getið líka fylgst með nýjustu fréttum af markaðnum á Facebook.

Deilið þessu:

One Response to Fjársjóðir faldir á útimarkaði Íbúasamtaka Laugardals

  1. Pingback: Fjársjóðir faldir á útimarkaði Íbúasamtaka Laugardals – Betri fréttir

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd