Úllendúllen: Leikum okkur saman

Úllendúllen

Margir þekkja leikinn úllen dúllen doff. Leikskólabörn, grunnskólabörn og eldri börn allt upp í 100 ára hafa skemmta sér og hlegið við að leika hann í langan tíma.

En það sem margir vita ekki er að þetta er eldgamall leikur sem hefur varðveist í næstum tvö hundruð ár undarlegu vísuformi.

Vísan er svona:

Úllen dúllen doff / kikke lane koff / koffe lane bikke bane / úllen dúllen doff.

 

Leikur í hundrað ár

Leikurinn gengur út á að sá sem telur aðra krakka úr leiknum slær með krepptum hnefa á hnefa allra hinna sem taka þátt í leiknum um leið og hann fer með romsuna. Sá hnefi sem hann slær á síðast er lagður fyrir aftan bak. Svona er haldið áfram þangað til aðeins einn hnefi er eftir.

Börn á Íslandi hafa leikið sér með úllen dúllen doff í meira en hundrað ár. Þetta er ein vinsælasta úrtalningaromsa sem börn nota. Minnst er á leikinn í handriti sem talið er að Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi (fæddur 1838 – dáinn 1914) hafi skrifað í kringum 1860. Í handritinu er minnst á romsuna í tengslum við svokallaðan Kóngsleik enda segir í gamalli gerð vísunnar: „úlin, dúlin, doff, fíngel, fængel, foff, foffúr alinn, merki, penni, e, be, bu, bú, kol, vaff, enn; dje, sloff, enn“. Sá sem seinast lendir „enn“ á verður kóngur…“

Talið er að vísuromsan sé komin frá Danmörku eða Noregi. Ekki er útilokað að þangað hafi hún eins og margt annað borist frá Þýskalandi.

 

Hvers vegna úllendúllen?

Úllendúllen er upplýsingasíða fyrir foreldra, afa og ömmur og alla aðra sem vilja njóta skemmtilegrar samveru með börnum sínum. Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytta flóru afþreyingar.

 

Viltu senda okkur hugmynd?

Ertu með hugmynd að leik, viðburði eða annarri samveru fyrir börn, mömmur og pabba og afa og ömmu? Sendu okkur línu á ullendullen@ullendullen.is.

Leikum okkur.

Góða skemmtun.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd