Úllendúllen gefur miða á óperuna Baldursbrá

Úllendúllen ætlar að gleðja ykkur!

Við eigum tvo miða á sýningu á skemmtilegu Ævintýraóperuna Baldursbrá klukkan 20:00 á mánudagskvöld sem okkur langar til að gefa ykkur. Ævintýraóperan var frumsýnd í Hörpu í gær og verða sýningarnar aðeins fjórar.

 

Hvernig getið þið eignast miða?

Þið sendið okkur í tölvupósti á netfangið ullendullen@ullendullen.is stutta lýsingu á því hvað ykkur og börnunum finnst gaman eða áhugavert að gera -helst undir nafni en ef ekki, þá það.

Ekki hafa neinar áhyggjur af því hvort textinn sé nógu góður eða ekki, við lögum hann til og birtum á Úllendúllen. Þetta þarf ekki að vera langur texti, helstu upplýsingar duga og allir fá að njóta.

Hér eru upplýsingarnar sem við þurfum: Nöfn þeirra sem má nefna og aldur; hvað er skemmtilegt, hvar/hvað er gaman, af hverju…. Þið megið bæta öllu við sem þið viljið. Það er yndislegt ef þið getið látið mynd fylgja með!

 

Niðurstaða á mánudag

Allir sem senda inn póst á ullendullen@ullendullen.is fara í pottinn og geta eignast tvo miða á Ævintýraóperuna Baldursbrá mánudagskvöldið 31.ágúst kl. 20:00.

Þið getið sent okkur tölvupóst til miðnættis.

Athugið að það eru einungis fyrirhugaðar fjórar sýningar á ævintýraóperunni.

Á mánudagsmorgun greinum við frá þeim heppnu sem ætla að skella sér á ævintýraóperu á mánudag!

 

Um hvað er þessi ævintýraópera?

Ævintýraóperan Baldursbrá fjallar um það það láta drauma sína rætast. Sagan fjallar um blóm sem vill láta draum sinn rætast um að sjá sólarlagið ofan af fjallakambi. Blómsins bíða margvíslegar hættur, því á fjallinu er bæði kalt og lítið vatn og stórhættulegur Hrútur eigrar þar um. Spói vinur Baldursbrár fær Rebba til þess að bera blómið upp á ásinn en sá er ekki trúaður á að blómið lifi ferðalagið af. Yrðlingar rebba eru á höttunum eftir hrútnum en tekst þeim að bjarga Baldursbrá frá bráðum bana þegar hann hyggst gæða sér á henni?

Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Óperan er að hluta byggð á íslenskum þjóðlögum, dönsum og rímnalögum. Gunnsteinn Ólafsson er höfundur tónlistar og hljómsveitarstjóri. Fjölmargir krakkar taka þátt sem yrðlingar í sýningunni.

Segið ykkar sögu!

Tölvupósturinn okkar er ullendullen@ullendullen.is

 

[ad name=“POSTS“]

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd