Hvað eru töfradýr og hvernig lærir maður að galdra þau fram?
Engar áhyggjur! Tara Njála Ingvarsdóttir mun einmitt kenna þessi brellibrögð. Hún leiðir sýninguna Töfradýrasmiðja Töru á Landnámssýningunni í Reykjavík. Yfirskrift smiðjunnar er: Brekku-rostungur, flug-refur og blóma-fugl ó mæ!
Í smiðjunni verður rætt um dýr og verur, meðal annars úr íslensku þjóðsögunum. Í framhaldi af því galdra þátttakendur fram sín eigin töfradýr. Landslagið og sögurnar um liðna tíma sem finna má á Landnámssýningunni verða notuð sem innblástur og leikgleðin ræður för.
Tara Njála Ingvarsdóttir útskrifaðist frá Myndlistardeild við Listaháskóla Íslands vorið 2020. Hún hefur frá útskrift haldið margar myndlistarsmiðjur fyrir börn í Myndlistarskóla Reykjavíkur og í Barnaskóla Hjallastefnunnar.
Töfradýrasmiðjan fer fram sunnudaginn 12. september klukkan 14:00.
Aðgangur er ókeypis fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Aðrir greiða 1.800 kr. sem gildir líka sem aðgangseyrir á sýninguna.
Meira um viðburðinn á Facebook