Tjörnin í Reykjavík

Það er gaman á Tjörninni í Reykjavík þegar frystir.

Það er gaman á Tjörninni í Reykjavík þegar frystir.

Það er gaman að fara niður að Tjörninni í Reykjavík. Á árum áður hafði fólk brauð í poka meðferðis sem það gaf öndunum. Nú fá endurnar orðið mikið að borða og mælt með því að fólk komi til að skoða endurnar og nánasta umhverfi Tjarnarinnar. Á veturnar frýs Tjörnin. Þá fer fjöldi fólks út á hana og rennir sér á skautum. En hafa verður vara á og ana ekki út á svæði þar sem ísinn er þunnur.

Rétt hjá ríkasta manni Íslands

Frá Tjörninni er hægt að velja marga áfangastaði niðri miðborginni. Það er hægt að skoða Ráðhús Reykjavíkur, setjast inn í Iðnó og fá sér kaffi, fara niður í bæ, fara inn í Hljómskálagarðinn eða ganga alla leið út í Vatnsmýri, skoða þjóðargersemar í Listasafni Íslands, guða á glugga við Fríkirkjuveg 11 þar sem Thor Jensen, ríkasti maður Íslands og fjölskylda hans, átti einu sinni, skoða Hörpuna eða fara í búðir í Lækjargötu og Bankastræti eða ganga upp Laugaveginn.

Tjörnin er gamalt lón

Tjörnin er grunnt stöðuvatn í miðborg Reykjavíkur. Hún er gamalt sjávarlón sem lokaðist af fyrir rúmum 1.200 árum og varð að ferskvatnstjörn þegar grunnvatn tók að renna þaðan úr Vatnsmýrinni. Vatnið úr Tjörninni rennur eftir læknum gamla sem nú er undir Lækjargötu og rennur þar til sjávar.

Tjörnin skipar stóran sess í sögu Reykjavíkur en þéttbýli í borginni myndaðist við norðurenda Tjarnarinnar á 18. öld og voru öskuhaugar borgarbúa í Tjörninni fram til ársins 1928. Bátasiglingar voru stundaðar við Tjörnina áður fyrr og var vinsælt að skjóta þar fugl í matinn. Í kringum 1900 var búið að drepa alla fugla. Andaveiðar voru þó stundaðar fram á annan áratug síðustu aldar. Árið 1919 var bæði bannað að sigla á Tjörninni og skjóta dýr. Í kjölfarið fjölgaði stokköndum og kríum í Tjörninni.

Tjörnin og fuglarnir

Fimm andategundir verða reglulega við Tjörnina. Álfir voru fluttar í Tjörnina sumarið 1920. Þar eru nú helst vetursetufuglar og geldfuglar. Gerðar hafa verið tilraunir með varp níu andategunda á seinni hluta 20. aldar. Fjórar andategundir verpa þar nú. Rauðhöfðaönd, urtönd og toppönd eru algengir gestir í Tjörninni. Síðustu ár hafa síla- og hettumávar orðið með algengustu fuglum í Tjörninni.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd