„Ég ætla að fara upp í Valsheimili eða í Árbæjarsafnið. Þar eru dýr og alls konar skemmtilegt, leikfangasafnið og ýmislegt sem krakkarnir hafa gaman af,“ segir grínistinn Þorsteinn Guðmundsson.
Hann var gestur í þættinum Bakaríið á Bylgjunni og var þar spurður að því hvað hann ætli að gera um helgina.
Þorsteinn sagðist stundum fara í Árbæjarsafn með börnum sínum. Þar séu hestar og kýr á beit og þar fái þau sér stundum kaffi.
Árbæjarsafnið er skemmtilegur og afar fjölskylduvænn staður. Á vef Reykjavíkurborgar segir að þar séu yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Þar geta börn keyrt um í kassabílum. Í einu húsanna er leikfangasýning þar sem börnin mega leika sér að vild.
[ad name=“POSTS“]