Hvernig líður tíminn á Þjóðminjasafni? Hvaða tón er þar að finna? Og hvaða lykt? Hvernig er að skoða umhverfið í gegnum litað spjald?
Það er auðvitað alltof langt mál að ætla sér að fjalla hér um eðli tímans, alla liti heimsins og lyktir heimsins, sem sumar hverjar eru ekkert sérstaklega góðar.
Sunnudaginn 5. september verður Þjóðminjasafnið með svolítið skemmtilega nýjung. Þá verður gestum og gangandi boðið að kíkja í gamla ferðatösku með ýmsum munum sem virkja skilningarvitin á leið þeirra í gegnum safnið.
Margt skemmtilegt er hægt að skoða á Þjóðminjasafni, mörg hundruð ára gömul sverð, tól og tæki og allt upp í miklu nýrri græjur.
Hvað kostar á safnið?
Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu.
Er grímuskylda á Þjóðminjasafni? Jú, þar er grímuskylda. Gestir safnsins eru beðnir um að virða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi. Grímuskyldan á ekki við um börn sem fædd eru 2006 og síðar. Svo eru náttúrlega enn fjöldatakmarkanir. Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk taka ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar.
Meira um viðburðinn á Facebook-síðu Þjóðminjasafnsins
