Það er gaman að mála steina

Þau eru falleg vestfirsku hjónakornin úr steinunum.

Þau eru falleg vestfirsku hjónakornin úr máluðu steinunum.

Það er gaman að nota ímyndunaraflið og mála fallega mynd. En hefur þú málað á steina? Steinar úr fjöru eru fyrirtak enda hefur hafið slípað þá vel. En steinar hafsins eru ekki nauðsynlegir. Steinar inn af landi, jafnvel veðraðir steinar ofan af fjöllum virka vel. Steina má finna víða, jafnvel þótt tekið sé að snjóa víða.

Ef þú vilt mála steina er mikilvægt að hreinsa þá fyrst vel. Þegar steinarnir eru orðnir þurrir þá er gott að mála þá í fallegum litum með akrýlmálningu. Mikilvægt er að verja málninguna. Þegar hún er orðin þurr er gott að gott að spreyja eða bera lakk á steinana svo málningin geti staðið af sér öll veður.

Ef þú átt fallegt steinasafn þá er bara að finna hæfilega stóra og skemmtilega steina sem passa í það hlutverk sem þú ætlar þeim. Það er skemmtilegt að verea nokkur saman og leggja ráðin á það hvað á að búa til úr steinum. Nú er bara að leggja höfuðið í bleyti.

Á Pinterest má fá hugmyndir að steinamálun.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd