Nytjamarkaðir eru algjör gullnáma fyrir gramsara. Margir þekkja Góða hirðinn sem Sorpa rekur en þar má finna húsgögn, leikföng og notaðar bækur. En markaðirnir eru fleiri.
Basarinn – Nytjamarkaður Kristniboðssambandsins í Austurveri við Háaleitisbraut er einn margra nytjamarkaða en með þeim flottari. Þar er að finna fatnað, bækur fyrir börn og fullorðna á mjög góðu verði og gamlar vínylplötur, geisladiska, myndbönd- og mynddiska, málverk, lampa og ýmislegt fleira fyrir heimilið. Allt eru þetta munir sem fólk hefur gefið. Allur ágóði af sölunni á Basarnum rennur til starfs Kristniboðssambandsins.
Nytjamarkaður í Austurveri býður góð kaup og styrkir gott málefni
Basarinn er opinn alla virka daga á milli klukkan 11.00 til 18:00 en lokað er um helgar.
Basarinn er með vefsíðu og Facebook-síðu og þar má finna frekari upplýsingar. Það fer enginn tómhentur út af Basarnum.