Norræna húsið í Vatnsmýri fagnar fimmtíu ára afmæli um þessar mundir. Afmælinu hefur verið fagnað með ýmsum hætti á árinu. Nú um helgina verður heljarinnar afmælisveisla sem hefst með ráðstefnu á föstudag og fjölskyldudegi á laugardag.
Afmælisveislan á laugardag stendur frá morgni til kvölds. Dagurinn byrjar með morgunverði fyrir utan Norræna húsið klukkan 10:00. Fólk getur enn snætt morgunverðinn þegar fyrstu atriðin hefst dagskráin fyrir alvöru. Hún mun standa alveg til klukkan 14:00.
Boðið verður upp á norræna leiki undir stjórn Sigyn Blöndal, umsjónarmanni Stundarinnar okkar á RÚV, svo verður fjölskyldujóga, andlitsmálning og margt fleira.
Klukkan 14:00 hefjast svo tónleikar en þar koma fram RuGl, Gróa og Flóni.
Gufubað í stórum tunnum
Á afmælishátíðinni verður líka hægt að fara í sána að finnskum hætti í risastórum tunnum, smakkað á allskonar mat og farið á tónleika með grænlensku popphljómsveitinni Nanook og norsku hip-hopstjörnunni Miss Tati.
„Þetta verður rosalega skemmtilegt afmæli og veislan geggjuð,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Norræna hússins, um afmæli hússins um helgina. Hún bendir á að Norræna húsið hafi gegnt afar mikilvægu hlutverki þegar það opnaði árið 1968. Þá hafi Kristján Eldjárn, sem þá var forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson, verið við vígslu hússins. Alvar Aalto, sem teiknaði húsið hafi opnað það við hátíðlega athöfn og boðið forsetanum að ganga inn í það.
„Þetta var mjög eftirminnilegt fyrir menningarlífið á Íslandi á þessum tíma og hafði mikil og jákvæð áhrif á það,“ segir Kristbjörg.
Svona er afmælisdagskráin í Norræna húsinu laugardaginn 25. ágúst.
Dagskráin
10.00– 11.30 Morgunverður fyrir alla í garðinum/tjaldinu
Hvernig er best að koma í veg fyrir matarsóun? Fyrirtækin Brauð og co. og Krónan sýna okkur eitt og annað.
10.30 – 14.00 Norrænir leikir undir stjórn Sigyn Blöndal, Fjölskyldujóga með Evu Dögg, Bíó, andlitsmálning, snúningsbrauð, norskar skonsur of.
14.00– 15.45 Tónleikar – Ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk spilar á stóra sviðinu. RuGl, Gróa og Flóni.
16.00 – 16:15 Vígsla á nýrri bryggju í vatnsmýrinni sem er gjöf frá Reykjavíkurborg.
16.15 – 16.45 Nanook spilar órafmangað á brúnni/gróðurhúsinu.
17.00 – 19:00 Barinn opnar í hátíðartjaldinu, Pub Quiz með Arnari Eggerti. Nordic Playlist
19.00 – 22.30 Tónleikar á stóra sviðinu – Nanook, Miss tati og SEINT.
Kynnir kvöldins er tónlistarsérfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen
Önnur afþreying
- Finnskt saunabað úti í garði – takið með sundföt og handklæði!!!
- Barnabíó í Norræna húsinu -Ronja Ræningjadóttir og Bróðir minn Ljónshjarta
- Sýningarsalur Innblásið af Aalto – Hönnun frá Finnlandi
- Black Box 50 minnigar – Það besta úr safni Norræna hússins
- Anddyri North of Normal – svipmyndir frá Norðurlöndunum.
- Matarvagnar Gastro truck, Rabbabari, ísbíllinn og Fish & chips o.fl.
- AALTO Bistro veitingarstaður Norræna hússins
- Barnabókasafn föndur, spil, kubbar o.fl.
- Andlitsmálning fyrir alla konur, krakka og kalla
Ítarlegri upplýsingar: Norræna húsið