Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 20. ágúst. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudegi og getur hann borið upp frá 19.-25. apríl á hverju ári. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú boðar það gott sumar ef sumar og vetur frýs saman aðfaranótt sumardagsins fyrsta.
Lengi hefur tíðkast að hafa mikið húllumhæ á sumardaginn fyrsta. Þá er frí í skólum og í mörgum fyrirtækjum og halda margir þeim sið í heiðri að gefa sumargjöf.
Það er við hæfi að Þjóðminjasafnið haldi upp á sumardaginn fyrsta. Þar á bæ er það líka gert með pompi og prakt og er öllum fjölskyldum boðið til veislunnar.
Opið verður í Þjóðminjasafni og Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík frá klukkan 10:00 – 17:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
Dagskráin er svona:
Þjóðminjasafn Íslands á Suðurgötu
- 14:00-14:45 Þjóðlagasveitin Þula í Myndasal á 1. hæð.
Þjóðlagasveitin Þula er skipuð tónlistarnemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs á aldrinum 15 til 17 ára. Þau leika íslenska þjóðlagatónlist þar sem gleðin ræður ríkjum og koma fram á íslenskum 19. aldar þjóðbúningum.
- 10:00-17:00 Ratleikur
Í tengslum við tónleika Þjóðlagasveitarinnar Þulu er boðið upp á skoðunarferð á eigin vegum um dýrin í þjóðlögunum. Ferðin leiðir gesti í gegnum safnið og við sögu koma útskornir gripir, hestsbein í kumli, hördúkur og fleira. Fræðandi og skemmtileg samvera fyrir börn og fullorðna. Ratleikurinn er afhentur í móttöku safnsins á 1. hæð.
Safnahúsið við Hverfisgötu
- 14:00-14:45 Fjölskylduleiðsögn
Sérfræðingur Þjóðminjasafnsins mun leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Sérstök áhersla verður á dýrin í sýningunni, þar á meðal uppstoppaðan geirfugl og ljósmyndir af líffærum og innyflum síðustu tveggja geirfuglanna. Ekki missa af einstöku tækifæri fyrir fjölskylduna að upplifa og rýna í íslenska menningu og myndlist.