Suðurland: Æðisleg barnabókahátíð!

Barnabókahátíð á Suðurlandi

Þið munið vonandi flest eftir barnabókunum sem þið lásuð í æsku. Bókunum um krakkana í Ævintýraeyjunni, Dimmalimm, Selinn Snorra, Fimmbækurnar, Nancy-bækurnar, bækurnar um Frank og Jóa, jafnvel ævintýri Basil fursta og kannski Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Bækurnar um Morgan Kane og Ísfólkið komu auðvitað í kringum kynþroskaaldur.

Barnabækur eru í fáum orðum æðislegar og lifa lengi í minningunni.

Skemmtileg barnabókahátíð

Í gær byrjaði heljarinnar barnabókahátíð í Árborg, Hveragerði og í Þorlákshöfn. Hátíðin er líka í dag en ekki á morgun. Hátíðin er á vegum Bókabæjanna austanfjalls sem er algjör demantur.

Á barnabókahátíðinni verður börnum boðið að taka virkan þátt í að skapa góðar minningar um bækur og lestur góðra bóka. Boðið verður upp á námskeið í pappírsbroti og alls konar sem tengist bókum. Í dag verður heljarinnar skemmtun frá klukkan 13 til 15:30. Leikfélag Selfoss mun m.a. sýna Gilitrut, Lalli töframaður mætir á svæðið og margt fleira.

Bókabæirnir austanfjalls eru auðvitað með Facebook-síðu. Þar getið þið fundið nánari upplýsingar um barnabókahátíðina. Suðurland er fallegur og skemmtilegur landshluti. Skreppið á bókmenntahátíð í Ölfusi.

 

Sendið okkur skilaboð

Ef þið eruð ekki fyrir austan fjall eða ekki til í ferðalag þá getið þið skoðað viðburðadagatal Úllendúllen.

Við höfum fundið nokkra skemmtilega viðburði fyrir ykkur. Endilega sendið okkur línu á Facebook ef þið viljið koma einhverju á framfæri, segja okkur frá viðburði, góðri hugmynd eða bara hverju sem er.

Við svörum öllum á einstaklega fallegan hátt!

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd