Strandarkirkja: Kirkja með langa sögu

2015-08-03 16.55.15

Strandarkirkja er við Engilvík við Suðurstrandarveg. Þegar ævagömul kirkja en í kirkjutali frá í kringum 1200 er kirkja nefnd á Strönd. Talið er að Gissur hvíti hafi reist kirkju á svæðinu á 10. og 11. öld. úr viði sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með yfir hafið frá Noregi. Strandarkirkja er því nátengd Íslandssögunni.

Kirkjan sem nú stendur var reist árið 1888 og hefur hún verið endurbætt nokkrum sinnum. Messað er í Strandarkirkju nokkrum sinnum á ári. Íbúar í Selvogi, sem er brauð prestsins, er fámennt. Prestur bjó í grenndinni en embættið þar var lagt niður árið 1907 eða fyrir 108 árum.

Heitið á Strandakirkju

Nokkrar helgisagnir eru til um Strandarkirkju. Í einni þeirra segir frá ungum bónda sem fór til Noregs til að sækja smíðavið í hús sín. Hann lenti í sjávarháska og ákvað í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framan við stefni skipsins. Engillinn verður stefnumið sem hann stýrir eftir. Bóndinn lenti skipi sínu í sandvík milli sjávarklappa og hvarf þá engillinn. Í birtingu morguninn eftir sáu skipsverjar að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Úr viðnum sem bóndinn flutti er sagt að fyrsta Strandarkirkjan hafi verið reist.

Margir hafa heitið á kirkjuna síðan þetta var og er hún þekkt fyrir áheitin.

Farðu í ferðalag

Það er ekki aðeins Strandarkirkja sem er áhugaverð. Ferðin að henni er líka mjög skemmtileg og varð mun auðveldara að fara að kirkjunni eftir að Suðurstrandarvegur var opnaður árið 2012.

Suðurstrandarvegur er 57 km langur frá Grindavík í vestri að Þorlákshöfn í austri. Liggur hann um þrjú sveitarfélög en þau eru Grindavík, Hafnarfjarðarbær og sveitarfélagið Ölfus.

Það er góð hugmynd að fara í ferðalag eftir Suðurstrandarvegi í góðu veðri og skoða Strandarkirkju.

2015-08-03 17.04.51 2015-08-03 17.05.32

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd