Eruð þið tilbúin fyrir Stóra plokkdaginn?

„Plokk er frábært fjölskyldusport!‟ segir Einar Bárðarson, skipuleggjandi Stóra plokkdagsins. Dagurinn verður haldinn um allt land á Degi umhverfisins, laugardaginn 24. apríl 2021.

Þetta er þriðja árið í röð sem Stóri plokkdagurinn er haldinn en sá fyrsti var haldinn í lok apríl árið 2018 og tók gríðarlegur fjöldi fólks þátt í honum.

Plokkdagurinn er alveg æðislegur fyrir alla fjölskylduna enda fátt skemmtilegra en að ganga um allar koppagrundir eftir allt hreyfingarleysið í COVID-faraldrinum og tína rusl. Þetta er líka frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa. Hver og einn plokkar á sínum hraða og því geta bæði smáar hendur og stórar tekið virkan þátt í plokkinu.

Einar lumar auðvitað á ráðum.

Plokktrixin í bókinni.

1. Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.

2. Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.

3. Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.

4. Klæða sig eftir aðstæðum.

5. Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.

6. Koma afrakstrinum á viðeigandi ruslastofnun.

7. Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.

8. Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

Af hverju að plokka?

Jú, hér eru ástæðurnar:

  • Hver og einn plokkar á sínum hraða og því þarf enginn að flýta sér.
  • Það er frábært fyrir sálina að fegra nærsamfélagið.
  • Plokkarar eru öðrum góð fyrirmynd

Miklu meira á www.plokk.is

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd