Stella búin að skipuleggja veirufríið

Stella Dís er hress stelpa sem ætlar sko aldeilis ekki að láta sér leiðast í því sem hún kallar veirufrí.

Stella Dís er 6 ára nemandi í 1. bekk í Hlíðaskóla í Reykjavík. Nám ungu nemendanna þar á bæ raskast verulega eins og hjá öðrum vegna takmarkana á skólastarfi sem ætlað er að hefta mögulega útbreiðslu á COVID-19 veirunni.

Stella er búin að búa til hugmyndalista, ætlar að gera stærðfræðiverkefni, er með gönguátak í undirbúningi og ætlar að fara sjálf að sofa á kvöldin.

Hún hefur m.a. í átaki sínu farið út að Gróttu í veirufríinu til að upplifa ýmislegt nýtt og skemmtilegt.

Hér má sjá hvernig Stella er búin að stilla upp veirufríinu svo dagurinn fari nú ekki allur úr skorðum.

Þetta er algjörlega til fyrirmyndar.

Ef þið viljið nýta tíma fjölskyldunnar vel er upplagt að setjast niður, virkja ímyndunaraflið og spyrja hvern og einn í fjölskyldunni hvað hann eða hún eða mamma og pabbi vilja gera. Gott er að ákveða hver skrifar hugmyndirnar niður á blað. Þegar allar hugmyndir eru komnar er hægt að teikna dagatal og fylla síðan inn í dagana af hugmyndablaðinu.

Góða skemmtun!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd