Snæfellsnes: Bárður býr á Arnarstapa

Bárður er vígalegur á Arnarstapa. MYND / RZG

Snæfellsnes býður uppá margt áhugavert. Á sunnanverðu nesinu er t.d. fallegt lítið þorp við sjóinn sem heitir Arnarstapi. Þar stendur gríðarstór hlaðin stytta af illúðlegum Bárði Snæfellsás, sem sagan segir að hafi verið kominn af risaskyni í föðurlegg en af tröllaættum í móðurlegg. Flestar styttur sem standa við sjó horfa á haf út. En öðru máli gegnir um Bárð á Arnarstapa. Hann horfir til Snæfellsjökuls en samkvæmt sögunni gekk Bárður á jökulinn í fyrndinni í kjölfar mjög dramatískra atburða og sást aldrei meir.

Það var Ragnar Kjartansson myndlistarmaður sem er höfundur styttunnar að Bárði og var hún afhjúpuð 17. júní árið 1985 til minningar um hjónin Jón Sigurðsson og Guðrúnu Sigtryggsdóttur sem bjuggu lengst af á Bjargi á Arnarstapa.

Fjallað er um sögu Bárðar Snæfellsáss í Morgunblaðinu árið 1999.

Gaman að aka um Snæfellsnes

Í góðu veðri er tilvalið að skjótast vestur á Snæfellsnes að Arnarstapa og skoða styttuna af Bárði. Hún er gríðarstór og hafa börn mjög gaman af því að skoða styttuna og leika sér í kringum hana.

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd