Bjarnarhöfn: Smakkið hákarlinn hjá veiðimönnum

Dagbjartur spenntur með sjóhatt og uppstoppaðan sel. MYND/úr einkasafni

Dagbjartur spenntur með sjóhatt og uppstoppaðan sel. MYND/úr einkasafni

Dagbjartur Ólason, fjögurra ára, skemmti sér konunglega þegar hann heimsótti Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit með fjölskyldu sinni á ferð þeirra um Snæfellsnesið á dögunum.

Á safninu úir og grúir af eldgömlum munum tengdum sjósókn, hákarlaveiðum og búskap á nesinu. Þar er hægt að fræðast um veiðar og verkun á hákarli. Auðvitað er hægt að kaupa þar harðfisk og hákarl.

Hákarlasafninu stýra feðgarnir Hildibrandur Bjarnason og Guðjón sonur hans og eru þeir víst óþreytandi að ausa úr viskubrunni sínum þegar talið færist að hákarlaveiðum og verkun.

Bjarnarhöfn er bær og kirkjustaður og hægt að fá fræðslu um kirkju sem er í göngufæri frá safninu.

Á safninu úir og grúir af munum tengdum sjósókn þarna á nesinu, fuglum, refum og selum. Miðinn kostar 1.000 krónur.

Hákarlasafnið er opið allt árið um kring. Það er í aðeins 170 km frá Reykjavík og 20 km frá Stykkishólmi og því lítið mál að skutlast og næla sér í smakk af hákarli í góðu veðri.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur.

 

[ad name=“POSTS“]

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd