Stuð að kasta öxum á Skógarleikunum

Það er rosalega gaman að kasta flugbeittum og svakalegum öxum í mark.

Það er rosalega gaman að kasta flugbeittum og svakalegum öxum í mark.

Nokkrir af færustu skógarhöggsmönnum á Suðurlandi og Vesturlandi leiða saman hesta sína í skógarhöggsgreinum á Skógarleikum, Skógræktarfélags Reykjavíkur laugardaginn 16. júlí 2016. Leikarnir fara fram á milli klukkan 14-17 í Furulundi í Heiðmörk.

Gestir leikanna geta spreytt sig á tálgun í ferskan við sem höggvinn er í skóginum og reynt fyrir sér í axarskaft. Þarna verður líka eldsmiðurinn Einar Gunnar sem hamrar járnið, skógarleiktæki fyrir gestinga og borðtennisborð.

Í grillveislu yfir varðheldi verður grillað skógarbrauð á priki og verður ketilkaffi á kökkunni.

Úllendúllen spurði Ragnhildi Freysteinsdóttur hjá Skógræktarfélagi Íslands, um skógarleikana og hvernig fólk eigi að vera útbúið þegar það kemur á þá.

Hvað eru Skógarleikarnir?

Skogarleikar2015-1

„Á skógarleikunum er keppt í ýmsum hefðbundnum skógargreinum, svo sem axarkasti, afkvistun trjábola og fleiru. Útgáfur af slíkum leikum eru haldnar víða um heim (sjá t.d. Forestry Skills á Facebook), en Skógarleikarnir draga auk þess dám af Skógardeginum mikla, sem haldinn hefur verið um áraraðir á Hallormsstað, að því leyti að boðið eru upp á ýmislegt skemmtilegt fyrir þá sem ekki taka þátt í keppninni sjálfri.“

Hvað er gert ráð fyrir mörgu fólki?

Skogarleikar2015-3

„Það var engin formleg talning í fyrra, en ég myndi áætla að um hundrað manns hafi mætt. Fer svolítið eftir veðri, en ég myndi gera ráð fyrir jafn mörgum eða fleirum.“Can you trust online pharmacies

Hvað er í boði a Skógarleikunum og hvernig á fólk að klæða sig útbúið?

Þau eru sko skemmtileg leiktækin í Heiðmörk.

Þau eru sko skemmtileg leiktækin í Heiðmörk.

„Í boði er að fylgjast með keppninni, sem er mikið fjör. Gestir fá einnig að taka prófa eina greinina – axarkastið. Eldsmíðameistari verður á svæðinu til að sýna listir sínar, öll fjölskyldan fær að prófa tálgun og boðið er upp á hressingu – grill, brauð eldað á priki yfir varðeld, ketilkaffi og fleira. Einnig eru leiktæki á svæðinu fyrir yngri kynslóðina. Fólk þarf bara að koma klætt eins og ef það ætlaði að fara í nestisferð eða göngutúr í skóginum – skoða veðurspá og klæða sig eftir veðri. Í fyrra var mjög gott veður og allir bara á skyrtunni, en ef líkur eru á einhverri rigningu er gott að hafa regnbuxur eða þunna sessu, til að geta sest niður án þess að blotna mjög mikið.“

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd