Skemmtilegur ratleikur í Heiðmörk

Allir sem vilja geta tekið þátt í ratleik Ferðafélagsins. MYND / Ferðafélag barnanna.
Allir sem vilja geta tekið þátt í ratleik Ferðafélagsins. MYND / Björk Sigurðardóttir.

Finnst ykkur gaman í ratleikjum? Í Heiðmörk er hægt að fara í skemmtilegan ratleik allt árið um kring. Leikurinn hentar fyrir fólk á öllum aldri, jafnt unga sem eldri.

Björk Sigurðardóttir, kennari við Ísaksskóla, er höfundur ratleiksins. Ferðafélag Íslands heldur leiknum úti í Heiðmörk.

Lesið í skýin

Í ratleiknum reynir á ratvísi, hugmyndaflug, skynjun og styrk þeirra sem þátt taka í leiknum. Lesa þarf í skýjafar, vindátt, plöntu- og trjátegundir, sólúr og sögulegan fróðleik. Hengirúm er á staðnum sem gegnir hlutverki í leiknum.

Það má finna eintök af ratleiknum í póstkassanum þar sem ratleikurinn hefst.  Þið þurfið aðeins að finna skilti Ferðafélagsins við lítið bílastæði og þar leiðir stígurinn ykkur áfram.

Leiðbeiningar eru líka á skrifstofu Ferðafélags Íslands og sömuleiðis á vefsíðu Ferðafélagsins og Ferðafélags barnanna. Þær eru líka hér að neðan.

Processed with VSCO

Reikna má með því að það taki 2-3 klukkustundir að klára ratleikinn. Það er líka hægt að skipta leiknum í tvo hluta og ljúka fyrri hlutanum einn daginn og þeim seinni síðar.

Hafið nesti með í ferðina, blað og penna.

Til að komast að ratleiknum er best að aka Rauðhólamegin inn í Heiðmörk og halda beint áfram þar til komið er að bílastæði þar sem skilti Ferðafélagsins stendur.

Úrlausnir í ratleiknum getið þið sett í póstkassann nálægt bílastæðinu.

Góða skemmtun í Heiðmörk.

Processed with VSCO

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd