Ekkert mál að búa til páskaeggjaratleik

Páskar eru fínir og páskaeggin frábær. En það er ekkert gaman fyrir blessuð börnin að fá páskaegg afhent að morgni páskadags, leyfa þeim að opna þau og borða. Smávegis fyrirhöfn er alltaf betri.

Það er miklu skemmtilegra fyrir foreldra og frænkur, frændur og afa og ömmur að búa til ratleik og láta börnin hafa svolítið fyrir því að komast í súkkulaðidýrðina.

Leikir sem þessir lifa í minningu barnanna og auka líkurnar á því að þau haldi áfram að leika sér.

En hvernig er hægt að búa til skemmtilegan ratleik á páskunum?

Páskar: Nokkrar hugmyndir

Ef veðrið er gott þá er það sniðugt hugmynd að fela lítil en lituð páskaegg úti í garði. MYND / DGriebeling
Ef veðrið er gott þá er það sniðugt hugmynd að fela lítil en lituð páskaegg úti í garði. MYND / DGriebeling
  • Áður en páskadagur rennur upp skulið þið vera búin að búa til nokkra litla miða og skrifa á þær vísbendingar. Á fyrsta miðann getið þið til dæmis skrifað: „Ískaldur og dimmur og staður“. Þar er átt við frystikistuna þar sem þið hafið sett annan miða með vísbendingu númer tvö. Á vísbendingu númer tvö getið þið sem dæmi skrifað: „Þessi staður er mjög heitur“. Þar er átt við bakaraofninn. Á vísbendingunni í ofninum gæti sagt eitthvað á þessa leið: „Hvar borðum við stundum þegar veðrið er gott?“ Vísbendingarnar leiða börnin áfram á nokkra staði þar til þau finna eggin á þeim stað sem þið hafið sett þau. Páskadagurinn verður svo miklu skemmtilegri.
  • Ef veðrið er gott er flott að eiga nokkur lítið súkkulaðiegg í mislitum og skærum álpappír. Eggjunum má dreifa á víð og dreif um garðinn og láta börnin leita að þeim.
  • Það má jafnvel tengja saman lærdóm og leik. Felið egg víða um húsið, í bílskúrnum og garðinum. Teiknið fjársjóðskort og látið það líta út eins og sjóræningjakort. Skrifið vísbendingar með reiknidæmum úr skólabókunum. Þegar börnin hafa reiknað dæmið rétt fá þau næstu vísbendingu afhenta hjá fullorðna fólkinu.
  • Ef börnin eru í grunnskóla er frábært að gera páskaeggjaleitina svolítið flókna og krefjandi, styðjast við fyrstu hugmyndina hér að ofan, en rugla stöfunum í vísbendingunum og láta börnin síðan brjóta heilann um það að setja stafina rétt saman til að fá út næstu vísbendingu. Ef þið eigið gulu plasteggin úr Kindereggjunum er upplagt að nota þau og setja vísbendingar inn í eggin.
  • Það má líka snúa leiknum við og láta börnin fela eggin bæði innandyra og úti í garði og láta foreldrana síðan leita að eggjunum. Börnin hafa nefnilega einstaklega gaman af því að horfa á foreldrana hafa svolítið fyrir hlutunum.

Það eru til fjölmargar vefsíður á Netinu með hugmyndum að ratleikjum og páskaleikjum.

Systur og makar leika sér

Skemmtilegan páskaeggjaratleik má m.a. finna á vefsíðu Systra og maka. Ratleikurinn er í formi vísna með vísbendingum á sex svæði þar sem hver vísbendingin vísar á aðra og að lokum á páskaegg. Lítið mál er að útbúa leikinn því hægt er að fara á vefsíðu Systra og maka og prenta vísbendingarnar út.

Skoða páskaeggjaleik Systra og maka

Það má fara í ýmsa leiki til að gera páskana skemmtilega. MYND / Stuart Mudie
Það má fara í ýmsa leiki til að gera páskana skemmtilega. MYND / Stuart Mudie

Hér eru nokkrir aðrir leikir

Gleðilega páska!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd