Finnst ykkur stundum erfitt að finna skemmtilegt leiksvæði?
Þið verðið að skreppa á svæðið við Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Þar er risastór aparóla, tveir kastalar, fótboltavöllur, stórskemmtilegar rólur og margt fleira.
Ekkert mál að finna leiksvæði
Skemmtileg leiksvæði eru víða í Reykjavík og eru þau öllum opin. Opin leiksvæði eru 256, sparkvellirnir 34, leikskólarnir 85 og skólarnir 45. Þegar leikskólar eru lokaðir síðdegis, um helgar og í sumarleyfum eru leikskólalóðirnar nýttar sem leiksvæði fyrir fjölskyldur ungra barna. Á leiksvæðum leikskólanna eru fjölbreytt tæki og eru foreldrar ungra barna hvattir til að nýta sér lóðir leikskólanna utan vinnutíma þeirra.
Það er frábær hugmynd að leika sér á skemmtilegu leiksvæði.