Skellið tjaldi í skottið og brunið á bæjarhátíð

1E1A3755

Sumarið er komið. Með sumrinu fylgir að finna tjaldið og sundfötin, skella fötum og nesti í töskur og bruna út úr bænum á bílnum á bæjarhátíð. Bæjarhátíðirnar eru hreinlega út um allar trissur í allt sumar og næstum hægt að aka á milli bæjarfélaga í sumarfríinu og njóta lífsins á stórskemmtilegum hátíðum.

Bæjarhátíðirnar eru reyndar löngu byrjaðar. Sú fyrsta var barnahátíðin í Reykjanesbæ í byrjun maí.  Á eftir fylgdu Listahátíð í Reykjavík, sem var stútfull af skemmtilegum viðburðum og sýningum fyrir börn og fullorðna. Síðan komu allskonar hátíðir í byrjun júní. Þar á meðal Sjóarinn síkáti í Grindavík, Grímseyjardagar og auðvitað Sjómannadagurinn, sem var haldinn hátíðlegur víða. Kótelettan á Selfossi er svo auðvitað klassísk bæjarhátíð fyrir alla fjölskylduna.

Listi yfir bæjarhátíðir

Leikur-á-Hoteli

Við erum búin að taka saman langa lista yfir bæjarhátíðir sem henta fjölskyldum og tvinnum þær saman við það sem er í boði í hverjum bæ – það er að segja ef við höfum komið þar við, skoðað staðinn, prófað tækin, hólana og rennt okkur á sleða og tekið myndir.

Nú hefur skollið á hafsjór af bæjarhátíðum – og það alveg stórskemmtilegum.

Þið sem akið í gegnum Borgarnes í lok júní ættuð að hafa augun opin í gegnum bæinn. Bærinn er nefnilega ansi litríkur því íbúar bæjarins keppast um að eiga litríkasta hverfið.

Þið finnið allt um Brákarhátíðina í viðburðadagatali Úllendúllen. Þar er líka fjallað um gönguvikuna Á fætur í Fjarðabyggð, sem hefur staðið yfir alla vikuna.

Hér er listi yfir helstu bæjarhátíðirnar inn í júlí.

img_7536

Helgin 24.-26. júní

Sólseturshátíð í Garðinum

Lummudagar í Skagafirði

Humarhátíð á Höfn

Blóm í bæ í Hveragerði

Sólstöðuhátíð á Kópaskeri

 

Vikan 27.júlí – 3. júlí

Vopnaskak á Vopnafirði

Írskir dagar á Akranesi

Markaðshelgi á Bolungarvík

Goslokahátíð í Vestmannaeyjum

Dýrafjarðardagar á Þingeyri

Hamingjudagar á Hólmavík

 

9.júlí

Hvanneyrarhátíðin

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd