
Skeiðahlaup þar sem hlaupið er með tómat í skeið í munninum ákveðna vegalengd. Einnig má notast við kartöflur og aðra hluti af sambærilegri stærð og lögun
Skeiðahlaup er frábær samkvæmisleikur fyrir unga sem aldna. Þátttakendur í skeiðahlaupi mynda lið sem keppa hvort gegn öðru. Þeir sem þátt taka í leiknum hlaupa ákveðna vegalengd með kartöflu í skeið í hendinni og er markmiðið að missa ekki kartöfluna. Síðan verða þeir að hlaupa til baka. Þar tekur næsti leikmaður við kartöflunni og setur hana í sína skeið.
Sá leikmaður sem missir kartöfluna má ekki halda áfram fyrr en hann hefur tekið hana upp og sett hana aftur í skeiðina. Það lið sem fyrr en til að ljúka hlaupinu sigrar í skeiðahlaupinu.
Hægt er að nota ýmislegt fleira en kartöflur í skeiðahlaupinu. Tómatar eru fyrirtak, límónur líka en egg svolítið varasöm.
Farið í skeiðahlaup. Það er skemmtilegur leikur fyrir alla fjölskylduna!
Heimild: Leikjabókin. Höfundar Hörður G. Gunnarsson og Páll Erlingsson. Námsgagnastofnun. Reykjavík. 1995.
[ad name=“POSTS“]