Skammidalur: Ævintýraheimur í leyni

_MG_8097

Það er skemmtilegt að skreppa í svolítinn ævintýradal og rölta þar um í góðu veðri. Skammidalur er svolítill leynistaður og skartar mörgum sérkennilegum húsum. Þeir sem eru í eldri kantinum og hafa lesið bókina Fjarveruna eftir Braga Ólafssonar ættu að kannast við dalinn.

Í Skammadal eru gömul garðyrkjulönd sem Mosfellsbær leigði til Reykvíkinga sem vildu rækta kartöflur fjarri borginni. Hér áður fyrr þurftu borgarbúar að leggja á sig svolítið ferðalag til að komast í Skammadal en nú á tímum er lítið mál að skjótast þangað á góðum degi á hvaða tíma árs sem er. Fólk sem leigði garð undir ræktunina gat líka fengið smá land til leigu undir skúr til að dvelja í og hefur myndast þar þyrping pínulítilla og krúttlegra húsa.

 

Skrautleg hús

Húsin standa flest við malargötuna sem liggur í gegnum húsaþyrpinguna. Við sum þeirra er lítil verönd og eða skjólgirðing og hafa margir sinnt garðinum í kringum þau af natni.

Skammidalur liggur dálítið upp á heiði á milli Reykjabyggðar og Mosfellsdalsins í Mosfellssveit. Þið akið inn Mosfellsdalinn, beygið til hægri og akið sem leið liggur á milli Helgafells og Æsustaðafjalls.

Veðurstofa Íslands spáir skínandi sól og alveg 18 gráðu hita í dag. Það er tilvalið fyrir þá sem eiga börn á grunnskólaaldri að drífa sig eftir skóla og vinnu saman í bíltúr upp í Skammadal og skoða fallegan smábæ sem þar er í leyni.

_MG_8102 _MG_8870 _MG_8867

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd