Skák og Skákdagurinn 2016

Það er gaman að taka eina skák. Búast má við því að sjá fólk tefla víða þegar Skákdagurinn 2016 rennur upp.

Það er gaman að taka eina skák. Búast má við því að sjá fólk tefla víða þegar Skákdagurinn 2016 rennur upp.

Skák er skemmtileg íþrótt. Grunnatriði í skák eru einföld og gaman fyrir bæði börn og fullorðna að taka eina stutta skák. Engu skiptir hvort það er við matarborðið eða í heita pottinum í sundlaug á góðum degi. Skák verður í aðalhlutverki á Skákdeginum 2016 sem haldinn verður 26. janúar.

Hvað er skák?

Um skák segir á Wikipedíu að skák er borðspil sem tveir geta spila saman. Á skákborði eru 32 taflmenn sem skipt er á átta reiti. Taflborðið sjálft eða átta sinnum átta reitir eða samtals 64 reitir.

Skák er ævaforn leikur en talið er að skák eigi rætur að rekja til vestur Indlands.

Lengi hefur verið teflt á Íslandi og er þess getið í Íslendingasögunum. Þeirri kenningu hefur meira að segja verið haldið á lofti að taflmenn, sem skornir voru út úr rostungstönn, fundust á Suðurhafseyjunni Lewis og varðveittir eru á breska þjóðminjasafninu, hafi verið búnir til í Skálholti á 12. eða 13. öld.

Þetta er skemmtileg kenning.

Skákeinvígi sögunnar

Ísland komst heldur betur í kastljósið árið 1972. Þá fór nefnilega fram það sem kallað hefur verið frægasta skákeinvígi sögunnar 1. júlí í Laugardalshöll þegar sovéski skákmeistarinn Boris Spasskí mætti hinum bandaríska Bobby Fischer. Fischer fór með sigur af hólmi og var krýndur heimsmeistari í skák.

Íslendingar eiga marga stórmeistara í skák. Friðrik Ólafsson, fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Friðrik, sem var um tóma formaður Alþjóða skáksambandsins, hampar þeim titli að hafa unnið Bobby Fischer í tvígang í skák.

Skák og Skákdagurinn

Þriðjudaginn 26. janúar verður Skákdagurinn haldinn um allt land. Teflt verður í skólum, í vinnum, heitum pottum, á kaffihúsum, úti á sjó, dvalarheimilum aldraðra, leikskólum og grunnskólum og við eldhúsborðið.

Skákdagurinn 2016 er tileinkaður Friðriki stórmeistarameistara enda var hann lengi á meðal bestu skákmanna í heimi.

Nú er bara að draga taflið fram og skella sér í skák við eldhúsborðið, í skólanum, vinnunni, fjósinu og út um alla koppagrundir.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd