
Næstu vikurnar standa skákkennarar á Íslandi og íslensk skákhreyfing fyrir netskákmótum fyrir börn á grunnskólaaldri, í samstarfi við Skóla- og frístundasvið.
Með því er komið sérstaklega til móts við þau börn sem eru í íþróttum og tómstundum sem liggja niðri.
Þátttaka í mótunum er ókeypis og eru allir kátir krakkar hvattir til að taka þátt.
Sókn er svo sannarlega besta vörnin!
Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt:
1. Búa til aðgang á www.chess.com (frítt) – Myndband með leiðbeiningum hér: https://youtu.be/6HkWj7LCeWw
2. Gerast meðlimur í hópnum „Reykjavík-skólar “: https://www.chess.com/club/reykjavik-skolar
3. Skrá sig á mótin, sem hægt er að gera 60 mínútum áður en þau hefjast.
Dagskráin þessa vikuna (smellið á tenglana til þess að sjá mótin og skrá ykkur):
. Fimmtudagsmót kl. 16:30-17:30: https://www.chess.com/live#r=173176
. Laugardagsmót kl. 11:00-12:00: https://www.chess.com/live#r=173177
. Sunnudaginn 29. mars kl. 17:00: Skólanetskákmót Íslands (með öllum skólum á landinu) leiðbeiningar hér: https://www.chess.com/club/skolanetskak
Mælt er með því að keppendur noti venjulega borðtölvu/fartölvu og tölvumús til þess að tefla, ef mögulegt er.