Sjóminjasafnið í gömlu Bæjarútgerðinni

Sjóminjasafnið - myndræn framsetning mynja

Þessi hressi herramaður lifði sig inní hlutverk þeirra sem breiddu saltfisk í Laugarnesinu á árum áður.

Sjóminjasafnið í Reykjavík er skemmtilegt safn fyrir alla fjölskylduna. Það er staðsett útá Grandagarði í húsinu sem einu sinni hýsti Bæjarútgerði Reykjavíkur. Umhverfið er sérstak og staðsetningin við gömlu höfnina einstaklega viðeigandi og falleg.

Inní safninu kennir ýmissa grasa og það gefur góða mynd af því hvernig sjósókn hefur þróast í gegnum árin og aldirnar. Allt frá því menn reru til fiskjar á opnum bátum yfir í verksmiðjuskip nútímans. Þetta er gert á lifandi hátt með samspili mynda, hluta og texta á lifandi og fræðandi hátt.

Þar er líka sýning um sjókonur sem er fræðandi og áhugaverð. Margir halda að konur hafi aldrei sótt sjóinn en það er hinn mesti misskilningur. Margar hraustar konur gátu sér gott orð sem sjómenn á öldum áður. Ein frægust þeirra var Þuríður formaður. Hún var mikil aflakló og stýrði sínum báti með myndarbrag.

Sjóminjasafnið fóstrar öldunginn Óðinn

Ein af perlum safnsins er varðskipið Óðinn. Segja má að skipið sé sest í helgan stein og er bundið við bryggjuna aftan við Kaffivagninn. Skipið lætur ekki mikið yfir sér en hefur oft komist í hann krappann t.d. í þorskastríðunum.

Sjóminjasafnið í Reykjavík er tilvalin áfangastaður fyrir fjölskylduna og eftir heimsókn þangað er stutt að skreppa og fá sér ís hjá Valdís eða næla sér í eitthvað góðgæti á Kaffivagninum.

Kynntu þér hvaða sýningar eru í gangi, aðgangseyri og opnunartíma á heimasíðu safnsis.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd