Siglufjörður: Spásseraðu um bæinn

gula húsið

Ef spár ganga eftir verður besta veðrið á landinu í kringum Skagafjörð og í lagi í við Eyjafjörð. Siglufjörður gengur inn úr Eyjafirði nyrst á Tröllaskaga. Hann er umlukin hrikalegum og illfærum fjöllum á allar hliðar en er aðgengilegur vegna jarðganga. Að vestun úr Skagafirði og Fljótum í gegnum hin fornfrægu Strákagöng og frá Ólafsfirði um hin nýlegu og glæsilegu Héðinsfjarðargöng. Raunar tilheyra Siglufjörður og Ólafsfjörður nú sama sveitarfélaginu, þ.e. Fjallabyggð þar sem byggðakjarnarnir eru tengdir með Héðinsfjarðargöngum.

Siglufjörður er fallegur bær sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga

Ef þið eruð á ferðinni um þessar mundir þá er alveg tilvalið að skreppa til Siglufjarðar. Bærinn er ærið fallegur og margt að skoða. Ef dropar úr lofti er tilvalið að kíkja inn á Síldarminjasafnið eða í kaffi í stórgott bakarí, jafnvel á kaffihús í einu af lituðu uppgerðu húsunum við höfnina.

Síldarminjasafnið á Siglufirði er opið frá klukkan 13:00-17:00. Nánari upplýsingar er að finna á vef safnsins.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd