Síðasta helgi hátíðar barnanna í Reykjavík

Gestir og gangandi á Árbæjarsafni
Gamli Árbærinn á Árbæjarsafni.

Um helgina lýkur Barnamenningarhátíð í Reykjavík hátíðlega með ofurspennandi Ævintýrahöll, menningardagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Frítt er inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Dagskráin er stútfull af allskonar skemmtilegheitum. Þar á meðal koma fram leikhópurinn Lotta, söngkonan Bríet, krakkakarókí verður í boði, sögustund, Æskusirkus stígur á stökk, Blaðrarinn blaðrar, stiginn verður afródans, boðið verður upp á fuglasmiðju og margt annað dásamlegt.

Dagskrá

Laugardagur 12. júní

10:15 – 10:45 Fjölskyldujóga Landakot
11:00 – 16:00 Bókaskiptimarkaður Líkn
11:00 – 12:00 Blaðrarinn, blöðrusmiðja – skráning á staðnum Landakot
13:00 – 15:00 Þykjó, skapandi textílsmiðja – skráning á staðnum – Kornhús
11:00 – 13:00 Járnbrautin í Reykjavík
12:00 – 13:00 Blaðrarinn, blöðrusmiðja – skráning á staðnum Landakot
12:45 – 13:45 Ævintýraleg sögustund með Bergrúnu Írisi Lækjargata
13:00 – 14:20 Æskusirkus, sirkussýning og smiðja
13:45 – 14:45 Ævintýraleg sögustund með Bergrúnu Írisi Lækjargata
14:00 – 15:00 Danssýning frá Dans Brynju Péturs Landakot
15:00 – 15:40 Fjölskylduafró með Söndru og Mamadí Landakot
15:30 – 16:30 Tónar unga fólksins, tónleikar Lækjargata

Sunnudagur 13. júní

10.00 – 11:00 Fjölskyldujóga Landakot
10:00 – 16:00 Bókaskiptimarkaður Líkn
11:00 – 13:00 Járnbrautin í Reykjavík
11:00 – 12:30 Flugdrekasmiðja, skráning á staðnum
12:00 – 13:00 Fuglasmiðja Ýrúarí – skráning á staðnum Lækjargata
13:00 – 13:30 Leikhópurinn Lotta – úti á túni
13:00 – 15:00 Þykjó – skapandi textílsmiðja – skráning á staðnum Kornhús
14:00 – 15:00 Fuglasmiðja Ýrúarí – skráning á staðnum Lækjargata
13:30 – 14:00 Danssýning frá Dans Brynju Péturs
14:00 – 15:00 Krakkakarókí – Landakot
15:00 – 15:30 Bríet syngur nokkur lög
15:30 – 16:00 Allskonar skemmtilegt

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd