Sauðárkrókur: Leikvöllur í leyni á bak við bakarí

2015-08-15 15.15.19

Sauðárkrókur er skemmtilegur bær við vestanverðan Skagafjörð. Ferðalangar sem koma á Krókinn þurfa ekki að leita þar lengi að skemmtilegum stað til að leika á. Við Aðalgötuna á Sauðárkróki er eldgamalt bakarí sem ber nafn bæjarins. Sá sem stofnaði bakaríið árið 1880 var kannski ekki lærður bakari. En talið er að hann hafi verið múrari. Kannski hafa einhver brauðanna minnt á múrsteina einhvern tíma í gamla daga en ekki lengur.

Við hliðina á Sauðárkróksbakaríi, á horni Aðalgötu og Bjarkarstígs, er lítill leikvöllum fyrir fjöruga krakka og hressa afa og ömmur og aðra á ferðalagi.

Sauðárkrókur er skemmtilegur viðkomustaður fyrir fjölskylduna

Á leikvellinum er stór róla með krefjandi klifurgrind og rennibraut og lítið hús sem gaman er að klifra upp á. Rennibraut er tengd húsinu og því enginn vandi að renna sér bókstaflega niður af því.

Ýmislegt fleira er að finna á leikvellinum, svo sem gröfu sem börn geta setið á og mokað sandi og margt fleira.

Ef Sauðárkrókur er viðkomu- eða áfangastaður fjölskyldunnar á leið um norðurland er tilvalið að fá sér göngutúr eftir Aðalgötunni og finna þennan skemmtilega leikvöll.

_MG_3521

_MG_3518

2015-08-15 15.15.19

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd