Sandahlíð: Aparóla er frábært leiktæki

Aparólur eru stórskemmtilegar. MYND/EINAR ÖRN JÓNSSON

Aparóla í Sandhlíð. Aparólur eru stórskemmtilegar. MYND/EINAR ÖRN JÓNSSON

Aparóla vekur upp góðar minningar hjá mörgum. Það er gaman að leika í aparólu. Þetta er einfalt en stórskemmtilegt leiktæki fyrir um 3ja ára krakka og fullorðið fólk langt yfir ellilífseyrisaldurs.

Aparólur eru þekktar undir ýmsum nöfnum. Sumir kalla þær hlaupaketti en aðrir svifbrautir. Aparólur er víða að finna, bæði fallegum skólalóðum og á svæðum opin almenningi.

Aparóla í Sandahlíð

Austan við Vífilsstaðavatn sunnan Kjóavalla er skógræktarsvæði Skógræktarfélags Garðabæjar. Svæðið nefnist Sandahlíð. Aka má að Sandahlíð frá Elliðavatnsvegi. Á vef skógræktarfélagsins segir um Sandahlíð að Arnór Snorrason skógfræðingur hafi gert skógræktarskipulagið  af Sandahlíð árið 1993.

Skógræktarfélagið hefur lagt mikið í að gera útivistarsvæðið fallegt. Það lagði veg inn á svæðið og stórt bílaplan. Útivistarstígar eru frá bílastæði í vestur að mörkum svæðisins í átt að Vífilsstaðavatni og austur að mörkum Kópavogs. Í Sandahlíð er næði frá allri umferð.

Í Sandahlíð er áningarstaður á Sandaflöt. Þar eru útigrill og borð fyrir gesti, leiktæki, rólur, sandkassi og aparóla. Þið verðið að prófa aparóluna í Sandahlíð!

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd