
Alþjóðlegi safnadagurinn er stórskemmtilegur dagur sem haldinn er einu sinni á ári. Þá opnar hellingur af barnvænum og skemmtilegum söfnum dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Allar fjölskyldur geta kíkt inn og skoðað hvað er þar innandyra. Í tilefni safnadagsins verður mörg söfn um allt land með frí inn og dagskrá af einhverju tagi í tilefni dagsins.
Eins og nafnið gefur til kynna er Alþjóðlegi safnadagurinn á sama tíma um alla heim. Þennan dag, 18. maí, munu 37.000 söfn í 158 löndum taka þátt.
Það skemmtilega við safnadaginn er að þema er í gangi á öllum söfnum sem taka þátt. Þemað á þessu ári er: Mikill er máttur safna. Í samræmi við það er horft til hlutverks safna í átt að sjálfbærni, nýsköpun og fræðslu.
Við hvetjum allar fjölskyldur til að heimsækja sitt uppáhalds safn, taka þátt, gleðjast, fræðast og njóta dagsins.
Nánari upplýsingar um það má nálgast á Facebook-síðu safnadagsins þegar nær dregur: https://www.facebook.com/safnadagurinn
Nokkrir góðir viðburðir
- Byggðasafn Árnesinga: Kvöldkynning á listahátíðinni Hafsjó Oceanus verður í Húsinu á Eyrarbakka kl. 19:00. Þar mun listafólk frá öllum heimshornum taka á móti gestum, kakó, smákökur og furðusnakk í boði.
- Gerðasafn: Leiðsögn um safngeymslur Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu kl. 12:15, þar verður hulunni svipt af djásnum sem finna má í varðveislurýmum þeirra.
- Grasagarðurinn: Kvöldganga um sýninguna Villtar erfðalindir, Magnus Göransson sér um fræðsluna sem hefst kl. 20:00 við aðalinngang safnsins.
- Hönnunarsafn Íslands: Leiðsögn um sýninguna SUND kl. 16:00 með Brynhildi Pálsdóttur hönnuður og annar sýningarstjóra.
- Listasafn Akureyrar: Leiðsögn um sýninguna Nánd kl. 15:00.
- Tækniminjasafn Austurlands: Kaffihlaðborð, tónlistaratriði, myndakíkjar fyrir börn og samtal um framtíðina kl. 16:00
Ókeypis aðgangur í tilefni dagsins:
Árbæjarsafn
Gerðasafn
Gljúfrasteinn
Landnámssýningin og Borgarsögusafn í Aðalstræti 10-12
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Minjasafn Austurlands
Nýlistasafnið
Sjóminjasafnið í Reykjavík
