Sælingsdalur: Góð skemmtun í ævintýragarði á Laugum

20140812_101610509_iOS copy

Laugar í Sælingsdal er ævintýrastaður og hefur verið það í margar aldir. Sælingsdalstunga er fornt höfuðból og leikur stórt hlutverk í Íslendingasögunum. Samkvæmt Eyrbyggju byggði Snorri goði (f. 963- d. 1031) fyrstu kirkjuna í Sælingsdal. Guðrún Ósvífursdóttir, aðalsöguhetjan í Laxdælu, hafði bústaðaskipti við Snorra á Helgafelli og fluttist vestur í kjölfar dramatískra atburða. Það stækkar sögusviðið talsvert að afkomendur Sturlu Þórðarsonar lögmanns (29. júlí 1214- d. 30. júlí 1284) bjuggu í Tungu við Sælingdsdalsá. Þjóðtrúin segir að í Tungustaða í landi Sælingsdalstungu sé biskupssetur og dómkirkja álfa.

Ungmennabúðir á Laugum

En aftur að Laugum í Sælingsdal. Sagt er að Ósvífur Helgason, faðir Guðrúnar Ósvífursdóttur, hafi búið að Laugum. Laugar fékk heiti sitt af tveimur heitum laugum sem koma undan fjallinu. Önnur uppsprettan er notuð til að hita upp skólann að Laugum og sundlaugina á staðnum.

Á Laugum í Sælingsdal er rekið Eddu-hótel á á sumrin.

 

Á veturna rekur Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) Ungmennabúðir á Laugum. Leiðbeinendur þar koma frá Íslandi og nokkrum öðrum löndum. Þar eru líka erlendir reynsluboltar á sviði leikja og ævintýra. Mikið er því um að vera á haustin á Laugum.

20140812_101504425_iOS-2 copy

Ævintýragarður

Á Laugum í nágrenni við tjaldstæðið við skólann og sundlaugina eru sannkölluð ævintýratæki. Þetta eru tól og tæki og heimur þar sem ímyndunarafl barna á öllum aldri fær að njóta sín og ekkert er gefið fyrirfram. Klifurgrindur, kastali og rólur allar eru úr timbri og köðlum. Þar nálægt er svo einskonar víkingaskýli úr viðardrumbum og torfi. Þetta er ævintýraheimur sem öllum krökkum finnst gaman að prófa. Inni í skýlinu er svo tilvalið að hella upp á kaffi á gasi á sumrin þegar rignir og borða kex eins og næstum því alvöru víkingur.

20140812_101528318_iOS copy

Þið verðið að koma við á Laugum í Sælingsdal á leið ykkar hvert sem er. Það er allt í lagi að bregða sér út af þjóðvegi 1. Sælingsdalur er málið. Þar er gott að njóta lífsins í fallegri náttúru í náttúrulegum og heilbrigðu umhverfi.

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd