Rykið dustað af Öskupokunum á Árbæjarsafni

Myndina hér að ofan og er úr fórum Árbæjarsafns tók Hörður Vilhjálmsson fyrir DV á öskudaginn, 28. febrúar 1979 og er filman nú varðveitt á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Eins og allir vita er nú runninn upp hin heilaga þrenning, skemmtilegustu dagarnir þrír síðan um jólin þegar nær allir voru í fríi. Þetta eru auvitað bolludagur, sprengidagur og Öskudagur sem raðast alltaf saman og eru algjört himnaríki fyrir nammigrísi, fólk sem finnst gott að borða og prakkara.

Ýmsilegt skemmtilegt er gert á Öskudag og neðan í þessari færslu verður sagt frá skemmtilegri Öskupokasmiðju á Árbæjarsafni.

 

En hver í ósköpunum er þessi Öskudagur?

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetningin getur því sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars.

Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sums staðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafnvel sérstakur vöndur.

Nafnið öskudagur kemur fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld og er hugsanlegt að það sé enn eldra. Í handritunum má sjá að dagurinn gegnir sama hlutverki á Íslandi og í öðrum katólskum sið í Evrópu, það er að segja: Hann er dagur iðrunar fyrir gjörðar syndir.

Langafasta átti að vera tími íhugunar og góðrar breytni, auk föstunnar að sjálfsögðu, sem á Íslandi takmarkaðist yfirleitt við kjötmeti en gat einnig náð til fiskvöru og mjólkurafurða. Ef langt var gengið hljóðaði mataræðið upp á vatn og brauð.

Í Evrópu tíðkuðust, og tíðkast enn þar og víða í heiminum, sérstakar kjötkveðjuhátíðir síðustu dagana fyrir lönguföstu, miklar útihátíðir og skemmtanir.

Dagarnir fyrir upphaf föstu voru líka uppgjörsdagar skatta víða í Evrópu, en þá tíðkaðist að borga með búfénaði og mat. Aðalsfólk átti oftast mikið af mat á þessum tíma og gerði því ansi vel við sig því ekki var hægt að geyma matinn.

Kuldi og trekkur á Íslandi hefur líklega komið í veg fyrir að útihátíðahöld næðu fótfestu á Íslandi á þessum árstíma og því var helsta skemmtun Íslendinga innandyra.

Á Íslandi hafa þróast ýmsir siður í kringum bolludag, sprengidag og öskudag.

Talið er að bolludagur hafi fengið nafnið snemma á 20. öld og öskudagur hafa að nokkru leyti skipt um hlutverk. Flengingar með vendi er eitt þeirra. Á Vísindavefnum segir að flengingarnar hafi tengst því þegar guðhræddir menn flengdu sjálfa sig með vendi í iðrunarskyni á öskudag. Það er frekar óskemmtileg iðja og nýtur þess enginn í dag að skamma sjálfan sig með flengingum. Af þeim sökum færðist hefðin yfir á bolludag og hefur lengi verið helsta skemmtun barna.

 

Öskupokarnir

Öskupokar eru einstakir á heimsvísu og finnast aðeins á Íslandi. Á Vísindavefnum segir að kannski megi rekja upphaf þess til katólskunnar og krafts öskunnar sem gjarnan var mögnuð með heilögu vatni. Sóttu menn í að taka ösku með sér heim úr kirkjum til að blessa heimilið.

Öskupokasiðurinn á Íslandi er þekktur frá miðri 18. öld. Siðurinn skiptist í tvennt: konur hengdu öskupoka á karla en karlar poka með steinum á konur og það átti að gera án þess að fórnarlambið tæki ekki eftir því.

Snemma á 20. öld þróaðist öskupokasiðurinn í að verða nokkurs konar Valentínusarbréf. Ungar stúlkur sendu ungum piltum sem þeim leist vel á poka til að gefa áhuga sinn til kynna.

En svo virðist sem Öskupokasiðurinn hafi fjarað út. Af hverju ætli það sé?

Jú, starfsmenn Vísindavefsins telja að breytingar á framleiðslu títuprjóna úti í heimi, svo þeir beygðust ekki jafn auðveldlega og því erfiðara að beygja þá og krækja pokunum aftan í fórnarlömbin.

 

Öskudagsfjör á Árbæjarsafni

Það er skemmtilegt að hengja Öskupoka aftan í grunlaust fólk og horfa á það fara í gegnum daginn með dinglumdangl aftan á sér. En því miður heyrir hann nær alveg sögunni til.

Rykið verður dustað af Öskudagspokunum á Árbæjarsafni og ætlar starfsfólk safnsins að endurvekja siðinn þetta árið.

Sunnudaginn 23. febrúar 2020 verður öskupokasmiðja á Árbæjarsafni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögn og hráefni verður á staðnum og fer smiðjan fram í húsi sem nefnist Lækjargata. Þátttakendur verða jafnframt fræddir um Öskudaginn og hefðina að hengja öskupoka aftan í fólk.

 

Meira um öskupokasmiðjuna á Árbæjarsafni

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd