UTmessan 2018: Gáfaðar risaeðlur, vélmenni og frábær tækniheimur

UTmessan er haldin í 8. sinn í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu dagana 2. – 3. febrúar 2018. Fyrri dagurinn er fyrir fagfólk í upplýsingatækni og fátt í boði fyrir fjölskylduna. Þar fyrir utan er fyrir löngu uppselt á UTmessuna á föstudeginum.

Laugardagurinn á UTmessunni hefur alltaf verið ferlega skemmtilegur fyrir alla fjölskylduna. Þar verður opið á alla sýningu á tölvuvörum og því hressasta sem er að gerast í tölvugeiranum á milli klukkan 10:00 – 17:00.

Ekkert kostar inn á messuna.

Á UTmessunni er alltaf hægt að sjá eitthvað nýtt og spennandi. Nú býður fyrirtækið Origo og fleiri messugestum að gaumgæfa risavélmennið Titan, markmannsvélmennið Robokeeper, risaeðlur með gervigreind. Boðið verður upp á 360 gráðu ævintýraferð um loftin blá, þjarki teiknar mynd af gestum og svo er hægt að spjalla við mannlega vélmennið Pepper.

Nánari upplýsingar

Hver er þessi messa?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Tæknisýningin laugardaginn 3. Febrúar er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Ný tækni, þrautir, kynningar og leikir verða í gangi á sýningarsvæðinu sem hentar öllum aldri. Ýmis verkefni verða kynnt í ráðstefnusölum og hefur hönnunarkeppni HÍ verið hluti af UTmessunni síðustu ár. Skemmtun við allra hæfi fyrir alla.

 

Það helsta af dagskránni fyrir alla fjölskylduna:

ELDBORG – 2. HÆÐ: 
Vísinda-Villi verður með tæknibrellur kl. 13 og aftur kl. 15
Vísinda Villa eða Vilhelm Anton Jónsson ætlar að gera nokkrar tilraunir og spjalla við krakka um þetta merkilega kraftaverk sem heimurinn okkar og við sjálf erum.

RÍMA – 1. HÆР
Robo-keeper markmannsvélmenni
Prófaðu að skora hjá einu snöggasta vélmenni heims!

SILFURBERG (B) – 2. HÆÐ
Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema frá kl. 12
Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðnemum. Keppendur þurfa að hanna og smíða róbóta sem þurfa að leysa ýmsar þrautir á keppnisdag. Þeirri hönnun sem gengur best hlýtur fyrstu verðlaun. Origo og Marel eru bakhjarlar keppninnar ásamt UTmessunni.

SILFURBERG (A) – 2. HÆÐ
Á sýningarsvæði Háskóla Íslands í Silfurbergi á laugardaginn 3. febrúar verður fjölbreyttur fróðleikur og skemmtun í boði. Hægt verður að ferðast um fjalllendi í sýndarveruleika, skapa tónlist með Wave tónlistarhringnum, sjá hvernig matur úr þrívíddarprentara verður til, ferðast um heiminn á höndunum, taka þátt í getraun sem reynir á skynfærin, sjá hvernig jarðskjálftar hafa áhrif á heimili okkar, upplifa fróðleik með Vísindasmiðjunni og skoða rafknúna kappaksturbílinn frá Team Spark.

NORÐURLJÓS – 2. HÆÐ

Háskólinn í Reykjavík: Skema býður upp á Makey Makey, Kano tölvur og Minecraft. /sys/tur verða með tölvutæting. Tölvunar-, tækni og verkfræði deildirnar verða svo með mynstraleik, mælingar á hnébeygjum, þrívíddar módel úr þrívíddar pretnara, Prímtöluteljara og DeCP-myndleitarkerfi. Nýji formúlubíllinn verður á svæðinu.

Tækniskólinn leyfir gestum að sjá og prófa

Spegill,  spegill herm þú mér: verkefni nemenda á tölvubraut – gestir geta horft í spegilinn sem breytir andliti þínu á skemmtilegan hátt.
Sigurvegari  Hönnunarkeppni verkfræðinema (2017): frá nemendum í rafeindavirkjun – sýning.
Ljósmyndaveggur: frá nemendum í Grafískri miðlun og ljósmyndun – gestir geta klætt sig upp og tekið uppstillta mynd af sér sem hinir ýmsu iðnaðarmenn.
HDC sýndarveruleikagleraugu: tölvuleikur, hannaður af nemendum í Margmiðlunarskólanum – klettaklifur sem gestir geta prófað.

 

Ítarlegri upplýsingar: UTmessan

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd