Listigarður barnanna í Reykjanesbæ er forvitnilegur staður. Hugmyndin að listigarðinum er komin frá móður barns sem var í Leikskólanum Holti en henni datt í hug að safna gömlum barnastígvélum og leyfa börnum að skreyta þau í máli og myndum en með fjöruna sem viðfangsefni.
Stígvélunum var fundinn staður meðfram strandlengjunni í Reykjanesbæ og hafa síðan þá orðið hluti af lista- og menningarflóru í bæjarins.
Reykjanesbær virkjar sköpunarkraft barnanna á skemmtilegan hátt
Gömlu stígvélin öðlast nýtt líf í Reykjanesbæ. Með þeim er vonast til að með þeim hafi verið stigin fyrstu skrefin að uppbyggingu listagarðs þar sem listsköpun barna fær notið sín í fjölbreyttri mynd, börnum og öðrum til gleði og skemmtunar.
Þetta mætti taka upp víðar!
Drífið ykkur suður og skoðið Listigarð barnanna. Reykjanesbær biður að heilsa.
[ad name=“POSTS“]