Borgarbókasafn Reykjavíkur stendur fyrir ókeypis ritsmiðjum fyrir börn í sumar (2016) á sex söfnum. Ritsmiðjurnar verða í safninu í Grófinni við Tryggvagötu, í bókasafninu í Kringlunni, menningarhúsinu í Árbæ og í Spönginni, Gerðubergi og Sólheimum.
Ritsmiðjurnar eru fyrir börn á aldrinum 9-13 ára og er markmið þeirra að örva sköpunarkraft barna og fá þau til að nýta hann í að semja sögur.
Smiðjurnar eru tvískiptar. Þær fyrri eru frá klukkan 9:30 til 12:00 en þær seinni frá klukkan 13:00 til 15:30.
Starfsmenn með reynslu
Skráning í ritsmiðjurnar hófst 17. maí síðastliðinn og er kominn biðlisti í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Nánari upplýsingar eru veittar á bókasöfnunum.
Leiðbeinendur ritsmiðja Borgarbókasafnsins eru starfsmenn með reynslu af ritstörfum.
Þau eru rapparinn Kött Grá Pjé (sem ættingjar kalla örugglega Atla Sigþórsson), rithöfundarnir Gunnar Theodór Eggertsson og Ása Marin Hafsteinsdóttir og leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir.
Hver er Gunnar?
Gunnar Theodór Eggertsson hefur skrifað fjórar bækur fyrir börn og unglinga og fullorðna líka. Þetta eru bækurnar Steinskrípin og Köttum til varnar. Bók hans Steindýrin, sem kom út árið 2008 hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin, en bókin Drauga-Dísa, sem kom út í fyrra, var tilnefnd til sömu verðlauna.
Þetta er Ása
Ása Marin sendi frá sér fyrstu skáldsöguna í fyrra. Það var bókin Vegur vindsins – buen camino, en hún hefur áður sent frá sér ljóð og smásögur.
Þóra í Rétti
Þóra Karítas hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Rétti og Ástríði auk fjölda annarra verk. Á síðasta ári kom svo út bók hennar Mörk – saga mömmu, sem fékk mjög góða dóma enda umfjöllunarefnið svakalegt.
Æ er emósjonal mahr en-a
Rapparann Kött Grá Pjé þekkja kannski ekki afi og amma. Það gera hins vegar fleiri af yngri kynslóðinni og jafnvel einhverjir foreldrar. Rapparinn var skírður Atli Steinþórsson og átti hann flott innslag í laginu Brennum allt með Úlfi Úlfi á síðasta ári með einkennilegum texta. Í myndbandi við lagið mátti sjá hann aka um á stórum bíl með slefandi hunda í farþegasætum.
Hér má sjá myndbandið við lagið Brennum allt.
Dagskrá ritsmiðjanna
Borgarbókasafnið Menningarhús Árbæ
Hraunbæ 119, 110 Reykjavík
sími 411 6250
13:00 – 15:30 Gunnar Theodór Eggertsson
Borgarbókasafnið Menningarhús Gerðubergi
Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík
sími 411 6170
9:30 – 12:00 Þóra Karítas Árnadóttir
Borgarbókasafnið Menningarhús Kringlunni
við Listabraut
103 Reykjavík
sími: 580 6200
9:30 – 12:00 Gunnar Theodór Eggertsson
Borgarbókasafnið Menningarhús Sólheimum
Sólheimum 27, 104 Reykjavík
sími 411 6160
9:30 – 12:00 Ása Marin Hafsteinsdóttir
Borgarbókasafnið Menningarhús Grófinni
101 Reykjavík
sími 411 6230
13:00 – 15:30 Kött Grá Pje rappari
Borgarbókasafnið Spönginni
112 Reykjavík
sími 411 6230
9:30 – 12:00 Kött Grá Pje rappari